„Svona eru íþróttir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:46 Hallgrímur hefur náð smá lit í sólinni í Garðabæ. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. „Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
„Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira