Ætla að bjóða vaxtalaus lán í aðdraganda mánaðamóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 21:48 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri sparisjóðs sem býður upp á ný, vaxtalaus lán í lok mánaðar segir það hagsmuni lánveitenda að viðskiptavinir þeirra séu fjárhagslega heilbrigðir. Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Sparisjóðurinn Indó er þegar tekið að bjóða upp á yfirdráttarlánin, sem framkvæmdastjórinn segir fást á hagstæðari kjörum en almennt gangi og gerist. Séu lánin greidd jafnt og þétt til baka, lækki vextirnir enn frekar. „Yfirdráttarlán okkar samkeppnisaðila eru í dag kannski svona 17 prósent, eitthvað svoleiðis. Ef fólk er með yfirdráttarlán hjá okkur, sem er síðan í þessu niðurgreiðsluferli, eða lækkunarferli eins og við köllum það, þá eru þeir vextir fjórtán og hálft prósent,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Yfirdráttarlán séu dýr Þó boðið sé upp á yfirdráttarlán sé mikilvægt að neytendur viti hversu dýr þau eru. Það leggi Indó áherslu á. „Okkur finnst til dæmis ótækt að það sé þannig að fólk geti fengið yfirdrátt hjá okkar samkeppnisaðilum og vextirnir eru ekkert rosalega skýrir. það er ekkert verið að benda fólki á að þetta séu mjög dýr lán. Það er þarna ef menn leita eftir því, en það er ekki dregið fram í dagsljósið.“ Því verði einnig boðið upp á ný lán, svokölluð „fyrirframgreidd laun“. „Okkar viðskiptavinir sem eru að fá launagreiðslur eða ígildi launagreiðslna inn til okkar um mánaðamót hafa möguleikann á því að sækja um 25 þúsund króna lán nokkrum dögum fyrir mánaðamótin og það er þá bara greitt inn á veltureikning þeirra. Það eru engir vextir eða kostnaður tengdur þeim lánum.“ Hættan á því að fólk leggi það í vana sinn að nýta úrræðið sé vissulega fyrir hendi. „Við hins vegar treystum okkar viðskiptavinum, okkar indóum, til að ráðstafa sínum fjármálum skynsamlega. Við viljum hjálpa þeim við það.“ Sjá hag í heilbrigðari viðskiptavinahópi Það geti alltaf eitthvað komi upp sem valdi því að fólk nái ekki að brúa bilið milli mánaðamóta. „Þá í stað þess að þurfa að leita þá á dýrari lán hjá öðrum lánveitendum, sem geta verið með háa vexti og jafnvel lántökugjöld og þess háttar, þá er kominn það sem okkur finnst vera miklu skynsamlegri valkostur. Þetta er bara til þess að hjálpa fólki yfir ein mánaðamót, eða svo.“ Indó sjái hag sinn í því að veita slík lán, þrátt fyrir að það kosti lántaka ekkert. „Hagsmunir Indó eru algjörlega þeir að vera með sem fjárhagslega heilbrigðastan viðskiptavinahóp.“
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira