Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 11:01 Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Steingrímur Dúi Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum. Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum.
Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira