Jákvæðni á Bessastöðum Þorsteinn Magnússon skrifar 26. maí 2024 09:01 Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut? Stundum verða deilur og upphrópanir í daglegri umræðu yfirþyrmandi. Hver og einn reynir að hrópa hærra en næsti maður og sá sem er ósammála þinni skoðun fær rækilega yfirhalningu fyrir fíflaskapinn. Orðin sem falla um þingmenn og ríkisstjórn eru oft sérstaklega óvægin, þeim gerðar upp vafasamar fyrirætlanir og alls konar skemmdarfýsn og flest sem úrskeiðis fer talið þeim að kenna. Og það sem fólk getur fundið margt sem fer úrskeiðis! Öll verk eru léttari þegar jákvæðni og bjartsýni ráða för. Þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í embætti forseta. Hann sér glöggt allt það góða sem hefur áunnist, um leið og hann kemur auga á hvernig enn má bæta samfélag okkar. Hann þekkir af eigin raun hvernig hægt er að bæta úr mannréttindum með rökfestu og réttsýni. Hann þekkir af reynslu hvernig bæta þarf hag fatlaðs fólks, sama hvar það býr á landinu. Hann hefur séð hvernig geðræn vandamál geta bugað unga fólkið okkar og vill einlæglega bæta þar úr. Eftir áratuga reynslu sem háskólakennari og sem faðir, bróðir, frændi og afi þá veit Baldur Þórhallsson hvað brennur á ungu fólki. Honum fallast ekki hendur og hann leitar ekki sökudólga. Hann sér hins vegar þann góða grunn sem samfélag okkar skapar og veit að með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi er hægt að gera enn betur. Ég vil forseta sem talar þjóð sína upp, tekur eftir öllu því sem vel er gert og hikar ekki við að beita sér til að gera samfélag okkar enn betra. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson. Höfundur er háskólanemi
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun