Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 07:50 Lögreglumenn hylja lík manns sem lést þegar sprengja lenti á byggingarvöruverslun í Karkív í gær. Vísir/AP Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05