Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 07:50 Lögreglumenn hylja lík manns sem lést þegar sprengja lenti á byggingarvöruverslun í Karkív í gær. Vísir/AP Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05