Vegna hvers kýs ég Katrínu Jón Kristjánsson skrifar 24. maí 2024 13:45 Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun