Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 24. maí 2024 12:16 Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar