Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 24. maí 2024 12:16 Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum? Ég er sammála þessari góðu konu. Ég vil fá trúð á Bessastaði. Ég elska trúða og þeirra nálgun á heiminn í kringum sig. Í trúðafræðum er lögð áhersla á að nálgast öll mannleg samskipti í kærleika og einlægni. Trúðafræði er nefnilega fræðigrein sem fólk nemur í sérstökum trúðaskólum. Ég man ljóslifandi eftir því þegar ég sat fyrirlestur með trúðinum, mannvininum og lækninum Patch Adams sjálfum (en Robin Williams gerði hann heimsfrægan þegar hann lék hann í samnefndri bíómynd sem kom út 1998) og hann sagði að það hefði tekið hann jafn langan tíma að mennta sig í læknisfræðum og trúðafræðum. Bara svona til viðmiðunar. Jón Gnarr hefur ekki farið í trúðanám svo ég viti til. Hann er samt æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma. Birtingarmynd trúðs getur verið allskonar. Fyrst kemur upp í hugann sirkustrúðurinn hressi og kannski þessi sem er fenginn í barnaafmæli að gera blöðrudýr. Svo er það óhugnalegi trúðurinn úr hryllingsmyndum. Svo er það trúður eins og Jón Gnarr. Slíkir trúðar birtast einmitt einstöku sinnum á sviði stjórnmálanna og þá í formi leiðtoga sem kemur hreint til dyranna, viðurkenni veikleika sína og slær fólk út af laginu með einlægni, óvenjulegum málflutningi og nýjum áherslum. Eins og við fengum að kynnast þegar Besti flokkurinn fór fram (og sigraði!) í sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Trúðurinn er mikil tilfinningavera, alltaf í núinu og talar bara um það sem hann sér og er aldrei að þykjast. Trúður kann bara að segja sannleikann og er ólíkindatól. Þess vegna kunna sumir ekkert sérstaklega vel við hann. Kannski einmitt af því að hann er alltaf að segja sannleikann og það hentar bara ekkert öllum alltaf. En hann segir okkur oft það sem við vitum en vissum ekki að við vitum. Eða bendir okkur á það sem við sjáum, en erum alltaf að þykjast ekki sjá. Eins og til dæmis bleika fílinn. Þegar ég vann með Jóni Gnarr í Besta flokknum á sínum tíma sá ég hann oft benda öllum í kringum sig á bleika fílinn í herberginu í Ráðhúsinu. Og ekki nóg með það þá hefur hann líka náð að berstrípa fílinn úr öllum lögunum sem hann hefur klætt sig í. Líkt og hirðfíflið sem sagði sannleikann um berassaða kónginn og yfirvaldið. Ég held að það sé kominn tími á að hirðfíflið skipti um stað við kónginn og við séum tilbúin fyrir sannleikssegjandi trúð sem forseta Íslands? Höfundur er mikil áhugakona um mennsku og heiðarleg samskipti.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun