„Ekkert skemmtilegra en að vinna Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 12:31 Agla María í leik við Val í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira