Forsetabaráttan: Hin fimm fræknu og leiðtogafræðin Sigurður Ragnarsson skrifar 24. maí 2024 10:30 Í hlaðvarpi mínu, Forysta og samskipti, tók ég sérstaklega forsetakosningarnar fyrir um daginn og kom þar aðeins inná hvernig má meta helstu frambjóður út frá leiðtogafræðum. Mig langar að skoða þetta aðeins betur. Hvað segja leiðtogafræðin um þau sem eru líklegust og getum við lesið í möguleg úrslit? Samkvæmt helstu skoðanakönnunum eru fimm frambjóðendur sem virðast skera sig úr og eru að fá yfir 10% fylgi. Þetta eru Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Halla Hrund Logadóttur: Alþýðlegur alþjóðaleiðtogi sem leggur áherslu á samvinnu og íslenskar rætur Halla Hrund Logadóttir er líklega sá frambjóðandi sem hefur komið helst á óvart. Hún virðist teikna upp mynd af sér sem alþýðumanneskju og í þessu samhengi m.a. birt af sér myndir við sveitastörf ásamt að sýna færni sína að spila á harmonikku. Hún hefur einnig lagt áherslu á að hlusta á þjóðina og vera í góðu sambandi við allar byggðir landsins. Halla Hrund virðist ekki hafa pólitíska tengingu og þannig kann fólk að útiloka að hún tengist svokölluðum valdaklíkum sem oft hafa komið til tals fyrir kosningar. Hún hefur meðal annars talað mikið um samtal, samstöðu og samvinnu og eins hún orðaði í einu viðtali; ,,Að þá gerast töfrarnir.” Hún hefur líka undirstrikað færni sínu á ýmsum sviðum, sem orkumálastjóri og sem kennari við hinn þekkta Harvard háskóla. Þannig nær hún að tengja sig við útlönd sem alþjóðamanneskju og hún hefur einnig búið erlendis. Við getum því sagt að hún komi fram sem alþýðlegur alþjóðaleiðtogi sem leggur áherslu á samvinnu og íslenskar rætur. Katrín Jakobsdóttir: Stjórnmálaleiðtogi sem leggur áherslu á sameiningaraflið Þó ýmislegt sé ólíkt framboði Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar þá er líka sumt líkt. Hér kemur mikilvægi þess að vinna saman upp í hugann en Katrín hefur verið dugleg að benda á að hún sé sameiningarafl frekar en sameiningartákn. Þetta tengist því að oft hefur verið talað um að eitt helsta hlutverk forseta sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Katrín hefur einmitt þá ímynd að sameina eða allavega binda saman ólík sjónarmið, samanber að hafa leitt ríkisstjórnina og haldið henni saman í mörg ár. Á þeim tíma hefur verið siglt í gegnum ýmis óveður og margt komið uppá sem reynir á færni á þessu sviði. Í þessu samhengi hefur Katrín ávallt þótt koma vel fyrir og virðist geta talað við alla, hún þykir líka vel lesin. Við getum sagt að Katrín sé reynslumikil forystumanneskja og stjórnmálaleiðtogi sem leggur áherslu á að halda áfram að vera sameiningarafl, bara á nýjum vettvangi. Baldur Þórhallsson: Stjórnmálafræði-leiðtogi sem leggur áherslu á réttindabaráttu Baldur Þórhallson kemur fyrir sem maður sem býður uppá færni og þekkingu á stjórnskipan landsins og auðvitað stjórnmálum almennt. Þetta er í raun ekki ólíkt því sem Guðni Th. Jóhannesson gerði þegar hann var kosinn á sínum tíma. Ef fólki þykir þessi færni og þekking mikilvæg fyrir embættið þá getur þetta skipt máli, og í því samhengi stundum talað um að hafa sérfræðingavald. Baldur kemur því meðal annars fram sem traustur og vitur fræðimaður. Hann er stjórnmælafræðiprófessor og þekkir því pólitíkina vel. Hann var eitt sinn varaþingmaður en líklega hefur að mestu snjóað yfir þá slóð. Nú ekki má gleyma einni aðal sérstöðu Baldurs, sem er að framboð hans er í raun tvöfalt það er að segja að Felix Bergsson, eiginmaður hans, er í fararbroddi með honum. Hér má því segja að fólki sé boðið tveir fyrir einn. Baldur sker sig líka úr með áherslu sinni á réttindabaráttu hinsegin fólks auk þess sem hann hefur einnig talað fyrir mannréttindabaráttu almennt. Við getum sagt að Baldur sé stjórnmálafræði-leiðtogi sem leggur áherslu á réttindabaráttu. Jón Gnarr: Þjónandi leiðtogi sem leggur áherslu á gleði og sannindi Fólk virðist vita vel fyrir hvað Jón Gnarr stendur enda hefur hann ekki aðeins skemmt okkur í áratugi heldur leiddi hann Reykjavíkurborg í mörg ár sem borgarstjóri. Eins og frægt er orðið sagði hann eitthvað á þá leið að það verði ekki sprell á Bessastöðum ef hann sigrar en þó verði léttleiki og grín í boði. Jón Gnarr hefur lengi talað um mikilvægi þess að leggja áherslu á að þjóna samhliða því að leiða og þar undir fellur að koma hreint fram og segja sannleikann. Í þessu samhengi gagnrýndi hann að Katrín byði sig fram. Hann sagði síðan í einu viðtali; ,,Ég er bara ég með kostum og göllum.” Fólk virðist upplifa Jón Gnarr sem heiðarlegan og að hann komi til dyranna eins og hann er klæddur. Við getum sagt að Jón Gnarr sé þjónandi leiðtogi sem leggur áherslu á gleði og sannindi. Halla Tómasdóttir: Alþjóðaleiðtogi sem leggur á áherslu á gildi þjóðarinnar Halla Tómasdóttir virðist komin á mikið flug og hefur bætt sig töluvert í síðustu könnunum. Hvort hún nær sama geimskoti og í lok baráttunnar 2016 þegar hún fékk 28% atkvæða er ekki gott að segja til um en þá átti hún kröftugan lokasprett. Halla þykir afar fær að koma fram og tjá sig. Hún var í hópi þeirra sem stóð að Þjóðfundinum 2009 og vill innleiða gildin fimm sem voru kynnt þar: Heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Eins og hún hefur sagt; ,,Byggjum framtíðina á grunni þessara gilda og bjóðum næstu kynslóð að borðinu.” Hún er frumkvöðull sem vísar líka í alþjóðleg störf sín og margþætt tengsl á alþjóðavísu, en hún starfar á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team. Að þessu leyti má segja að hún kynni sig sem forystumanneskju á heimsvísu með sterkar íslenskar rætur.Við getum sagt að Halla sé alþjóðaleiðtogi sem leggur á áherslu á fyrrnefnd gildi þjóðarinnar skv. Þjóðfundinum. Flestir frambjóðendur kynna sig sem manneskju sem er annt um þjóðina sem þýðir meðal annars að hlusta á þjóðina til að skilja hana. Þetta þýðir að frambjóðendur eru heilt yfir að kynna að þau vilji vera í góðu sambandi við þjóðina, stjórnvöld, atvinnulíf, menningarlíf og svo framvegis. Með þessu er verið að undirstrika ákveðna umhyggjusemi. Út frá leiðtogafræðunum má segja að taka þurfi tillit til þriggja þátta, það er leiðtogans sjálfs, fylgjenda og kringumstæðna. Þegar þetta er skoðað út frá frambjóðendum má segja í stuttu máli: Leiðtoginn: Allir frambjóðendur hafa sýnt í fyrri störfum, þó ólík séu, að þau hafi veitt forystu og leitt fjölbreytt verkefni. Fylgjendur: Við gefum okkur að fylgjendur séu fyrst og fremst kjósendur sem frambjóðendur eru að reyna að ná til. Halla, Katrín og Jón Gnarr hafa áður notið hylli í kosningum. Katrín hefur sem stjórnmálamaður líka notið vinsælda utan síns flokks. Jón Gnarr og Besti flokkurinn hlaut glæsilega kosningu á sínum tíma sem leiddi til þess að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Hann er auðvitað líka landsþekktur fyrir áratuga grín. Halla Tómasdóttir hefur lengi verið þekkt í atvinnulífi og víðar og fangaði athygli almennings árið 2016 þegar hún bauð sig fram til forseta og fékk um 28% atkvæða eins og áður segir. Margir muna hana síðan þá. Baldur Þórhallsson er ágætlega þekktur í fjölmiðlum sem stjórnmálaskýrandi og hefur þétt við hlið sér maka sinn, Felix Bergsson, sem er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum. Halla Hrund var frekar óþekkt fyrir þessar kosningar, að minnsta kosti meðal hins almenna kjósanda en hún hefur þó oft komið fram í fjölmiðlum vegna starfs síns og hefur stigið fram af miklum krafti eins og skoðanakannanir sýna. Kringumstæður: Það má segja að ein helsta áskorun Katrínar sé að slíta sig frá embætti forsætisráðherra sem ,,sameiningarafls” ríkisstjórnarinnar og aftengja við þær kringumstæður. Undir hennar forystu hefur ríkisstjórnin fengið töluverða gagnrýni og hefur, samkvæmt skoðanakönnunum, ekki skorað hátt í vinsældum undanfarin misseri. Auk þess hefur Katrín verið gagnrýnd fyrir hvernig hún fór þar frá borði. Til þess að eiga möguleika á sigri er líklegt að Katrín þurfi að skapa gjöfulli kringumstæður. Þetta er samt ekki einfalt mál því margt í pólitískum störfum Katrínar ætti að geta hjálpað henni í kosningabaráttunni. Það má segja að kringumstæður séu frekar hagstæðar Jóni Gnarr það er hann er þekktur af mörgu jákvæðu. Það sem kann að vera óhagstætt er mögulegur hópur kjósenda sem vill að embættið standi fyrir meiri íhaldssemi og alvarleika og kjósi því annan frambjóðanda. En stærð þessa hóps er ekki ljós. Ef stór hópur óákveðinna kjósenda vill óhefðbundinn forseta gæti Jón Gnarr grætt á því þar sem hann sker sig svolítið úr með það miðað við hin fjögur sem eru líklegust. Fyrirfram hefði maður talið að kringumstæður Höllu Tómasdóttur myndu skila henni strax meira fylgis í skoðanakönnunum, sérstaklega þar sem hún fékk glæsilega niðurstöðu 2016. Nú er samkeppnin meiri en þó virðist það sama vera að gerast núna og þá, þegar hún fer í sviðsljósið að tjá sig, til dæmis í kappræðum, að þá byrjar hún að raka inn fylgjendum. Hún virðist því ná að skapa hagstæðar kringumstæður um leið og kastljósið beinist að henni. Kringumstæður virðast nokkuð hagstæðar fyrir Baldur Þórhallsson, ekki síst þar sem hann hefur lengi komið fram sem traustur og vitur fræðimaður, ekki ósvipað og Guðni Th. á sínum tíma. Síðan hjálpar Felix líka til. Það er bara spurning hvort sérstaða Baldurs og sérstök áhersla hans á réttindabaráttu skipti nægilega stóran hóp kjósenda máli. Kringumstæður virðast einnig hagstæðar fyrir Höllu Hrund sem var óskrifað blað áður en kosningabaráttan hófst en hún kom fljótlega inn sem stormsveipur í könnunum. Það hjálpar henni að hún virðist ótengd pólitík og valdatengslum og kemur vel fyrir, og stundum hefur verið bent á að hún minni á Frú Vigdísi Finnbogadóttur. Baldur virðist þó vilja taka þann stimpil frá henni ef marka má orð hans því hann hefur verið duglegur að vísa í Vigdísi. Hvert þeirra sigrar? Ef Katrín nær að aftengja sig við ríkisstjórnina verður hún að teljast í góðri stöðu og er líklega sigurstranglegust. Halla Hrund er ennþá að skora hátt og gengi hennar kann að ráðast af því hvernig til tekst hjá Katrínu að aftengja. Kannski kann Halla Hrund einhver töfrabrögð eins og Katrín enda hefur Halla Hrund vísað í þau þegar kemur að samvinnu eins og fyrr segir. Uppsveifla Höllu Tómasdóttur hefur verið mikil en er tíminn fram að kosningum í sviðsljósinu of stuttur til að ná alla leið á toppinn? Spurning hvort Baldur og Jón Gnarr hafi þegar toppað en auðvitað geta báðir haft ása upp í erminni á lokametrunum. Jón Gnarr mun kannski fara að taka meiri sénsa. Hann virðist óhræddur að setja fram skoðanir sínar þó þær séu ekki endilega dæmigerðar fyrir fólk í framboði. Sumsé, Katrín vinnur ef hún nær að skilja sig frá verkum sínum í ríkisstjórninni, annars virðist Halla Hrund einna sigurstranglegust. Halla Tómasdóttir myndi auka líkur á sigri ef kosningum verður frestað um smá tíma, en það er ekki líklegt. En kannski dugar tíminn fram að kosningum til að taka fram úr öllum öðrum? Ef Baldur og Jón Gnarr fá ekki að taka við keflinu frá Guðna Th. er samt útlit fyrir að þeir fái góða kosningu. Margir kjósendur virðast enn óákveðnir og ólíkar kannanir sýna aðeins mismunandi niðurstöður. En hvernig sem fer virðist stefna í mest spennandi kosningar í langan tíma þar sem ofantöld fimm fræknu virðast öll ennþá eiga möguleika á sigri. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í hlaðvarpi mínu, Forysta og samskipti, tók ég sérstaklega forsetakosningarnar fyrir um daginn og kom þar aðeins inná hvernig má meta helstu frambjóður út frá leiðtogafræðum. Mig langar að skoða þetta aðeins betur. Hvað segja leiðtogafræðin um þau sem eru líklegust og getum við lesið í möguleg úrslit? Samkvæmt helstu skoðanakönnunum eru fimm frambjóðendur sem virðast skera sig úr og eru að fá yfir 10% fylgi. Þetta eru Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Halla Hrund Logadóttur: Alþýðlegur alþjóðaleiðtogi sem leggur áherslu á samvinnu og íslenskar rætur Halla Hrund Logadóttir er líklega sá frambjóðandi sem hefur komið helst á óvart. Hún virðist teikna upp mynd af sér sem alþýðumanneskju og í þessu samhengi m.a. birt af sér myndir við sveitastörf ásamt að sýna færni sína að spila á harmonikku. Hún hefur einnig lagt áherslu á að hlusta á þjóðina og vera í góðu sambandi við allar byggðir landsins. Halla Hrund virðist ekki hafa pólitíska tengingu og þannig kann fólk að útiloka að hún tengist svokölluðum valdaklíkum sem oft hafa komið til tals fyrir kosningar. Hún hefur meðal annars talað mikið um samtal, samstöðu og samvinnu og eins hún orðaði í einu viðtali; ,,Að þá gerast töfrarnir.” Hún hefur líka undirstrikað færni sínu á ýmsum sviðum, sem orkumálastjóri og sem kennari við hinn þekkta Harvard háskóla. Þannig nær hún að tengja sig við útlönd sem alþjóðamanneskju og hún hefur einnig búið erlendis. Við getum því sagt að hún komi fram sem alþýðlegur alþjóðaleiðtogi sem leggur áherslu á samvinnu og íslenskar rætur. Katrín Jakobsdóttir: Stjórnmálaleiðtogi sem leggur áherslu á sameiningaraflið Þó ýmislegt sé ólíkt framboði Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar þá er líka sumt líkt. Hér kemur mikilvægi þess að vinna saman upp í hugann en Katrín hefur verið dugleg að benda á að hún sé sameiningarafl frekar en sameiningartákn. Þetta tengist því að oft hefur verið talað um að eitt helsta hlutverk forseta sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Katrín hefur einmitt þá ímynd að sameina eða allavega binda saman ólík sjónarmið, samanber að hafa leitt ríkisstjórnina og haldið henni saman í mörg ár. Á þeim tíma hefur verið siglt í gegnum ýmis óveður og margt komið uppá sem reynir á færni á þessu sviði. Í þessu samhengi hefur Katrín ávallt þótt koma vel fyrir og virðist geta talað við alla, hún þykir líka vel lesin. Við getum sagt að Katrín sé reynslumikil forystumanneskja og stjórnmálaleiðtogi sem leggur áherslu á að halda áfram að vera sameiningarafl, bara á nýjum vettvangi. Baldur Þórhallsson: Stjórnmálafræði-leiðtogi sem leggur áherslu á réttindabaráttu Baldur Þórhallson kemur fyrir sem maður sem býður uppá færni og þekkingu á stjórnskipan landsins og auðvitað stjórnmálum almennt. Þetta er í raun ekki ólíkt því sem Guðni Th. Jóhannesson gerði þegar hann var kosinn á sínum tíma. Ef fólki þykir þessi færni og þekking mikilvæg fyrir embættið þá getur þetta skipt máli, og í því samhengi stundum talað um að hafa sérfræðingavald. Baldur kemur því meðal annars fram sem traustur og vitur fræðimaður. Hann er stjórnmælafræðiprófessor og þekkir því pólitíkina vel. Hann var eitt sinn varaþingmaður en líklega hefur að mestu snjóað yfir þá slóð. Nú ekki má gleyma einni aðal sérstöðu Baldurs, sem er að framboð hans er í raun tvöfalt það er að segja að Felix Bergsson, eiginmaður hans, er í fararbroddi með honum. Hér má því segja að fólki sé boðið tveir fyrir einn. Baldur sker sig líka úr með áherslu sinni á réttindabaráttu hinsegin fólks auk þess sem hann hefur einnig talað fyrir mannréttindabaráttu almennt. Við getum sagt að Baldur sé stjórnmálafræði-leiðtogi sem leggur áherslu á réttindabaráttu. Jón Gnarr: Þjónandi leiðtogi sem leggur áherslu á gleði og sannindi Fólk virðist vita vel fyrir hvað Jón Gnarr stendur enda hefur hann ekki aðeins skemmt okkur í áratugi heldur leiddi hann Reykjavíkurborg í mörg ár sem borgarstjóri. Eins og frægt er orðið sagði hann eitthvað á þá leið að það verði ekki sprell á Bessastöðum ef hann sigrar en þó verði léttleiki og grín í boði. Jón Gnarr hefur lengi talað um mikilvægi þess að leggja áherslu á að þjóna samhliða því að leiða og þar undir fellur að koma hreint fram og segja sannleikann. Í þessu samhengi gagnrýndi hann að Katrín byði sig fram. Hann sagði síðan í einu viðtali; ,,Ég er bara ég með kostum og göllum.” Fólk virðist upplifa Jón Gnarr sem heiðarlegan og að hann komi til dyranna eins og hann er klæddur. Við getum sagt að Jón Gnarr sé þjónandi leiðtogi sem leggur áherslu á gleði og sannindi. Halla Tómasdóttir: Alþjóðaleiðtogi sem leggur á áherslu á gildi þjóðarinnar Halla Tómasdóttir virðist komin á mikið flug og hefur bætt sig töluvert í síðustu könnunum. Hvort hún nær sama geimskoti og í lok baráttunnar 2016 þegar hún fékk 28% atkvæða er ekki gott að segja til um en þá átti hún kröftugan lokasprett. Halla þykir afar fær að koma fram og tjá sig. Hún var í hópi þeirra sem stóð að Þjóðfundinum 2009 og vill innleiða gildin fimm sem voru kynnt þar: Heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti, virðing og ábyrgð. Eins og hún hefur sagt; ,,Byggjum framtíðina á grunni þessara gilda og bjóðum næstu kynslóð að borðinu.” Hún er frumkvöðull sem vísar líka í alþjóðleg störf sín og margþætt tengsl á alþjóðavísu, en hún starfar á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team. Að þessu leyti má segja að hún kynni sig sem forystumanneskju á heimsvísu með sterkar íslenskar rætur.Við getum sagt að Halla sé alþjóðaleiðtogi sem leggur á áherslu á fyrrnefnd gildi þjóðarinnar skv. Þjóðfundinum. Flestir frambjóðendur kynna sig sem manneskju sem er annt um þjóðina sem þýðir meðal annars að hlusta á þjóðina til að skilja hana. Þetta þýðir að frambjóðendur eru heilt yfir að kynna að þau vilji vera í góðu sambandi við þjóðina, stjórnvöld, atvinnulíf, menningarlíf og svo framvegis. Með þessu er verið að undirstrika ákveðna umhyggjusemi. Út frá leiðtogafræðunum má segja að taka þurfi tillit til þriggja þátta, það er leiðtogans sjálfs, fylgjenda og kringumstæðna. Þegar þetta er skoðað út frá frambjóðendum má segja í stuttu máli: Leiðtoginn: Allir frambjóðendur hafa sýnt í fyrri störfum, þó ólík séu, að þau hafi veitt forystu og leitt fjölbreytt verkefni. Fylgjendur: Við gefum okkur að fylgjendur séu fyrst og fremst kjósendur sem frambjóðendur eru að reyna að ná til. Halla, Katrín og Jón Gnarr hafa áður notið hylli í kosningum. Katrín hefur sem stjórnmálamaður líka notið vinsælda utan síns flokks. Jón Gnarr og Besti flokkurinn hlaut glæsilega kosningu á sínum tíma sem leiddi til þess að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Hann er auðvitað líka landsþekktur fyrir áratuga grín. Halla Tómasdóttir hefur lengi verið þekkt í atvinnulífi og víðar og fangaði athygli almennings árið 2016 þegar hún bauð sig fram til forseta og fékk um 28% atkvæða eins og áður segir. Margir muna hana síðan þá. Baldur Þórhallsson er ágætlega þekktur í fjölmiðlum sem stjórnmálaskýrandi og hefur þétt við hlið sér maka sinn, Felix Bergsson, sem er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum. Halla Hrund var frekar óþekkt fyrir þessar kosningar, að minnsta kosti meðal hins almenna kjósanda en hún hefur þó oft komið fram í fjölmiðlum vegna starfs síns og hefur stigið fram af miklum krafti eins og skoðanakannanir sýna. Kringumstæður: Það má segja að ein helsta áskorun Katrínar sé að slíta sig frá embætti forsætisráðherra sem ,,sameiningarafls” ríkisstjórnarinnar og aftengja við þær kringumstæður. Undir hennar forystu hefur ríkisstjórnin fengið töluverða gagnrýni og hefur, samkvæmt skoðanakönnunum, ekki skorað hátt í vinsældum undanfarin misseri. Auk þess hefur Katrín verið gagnrýnd fyrir hvernig hún fór þar frá borði. Til þess að eiga möguleika á sigri er líklegt að Katrín þurfi að skapa gjöfulli kringumstæður. Þetta er samt ekki einfalt mál því margt í pólitískum störfum Katrínar ætti að geta hjálpað henni í kosningabaráttunni. Það má segja að kringumstæður séu frekar hagstæðar Jóni Gnarr það er hann er þekktur af mörgu jákvæðu. Það sem kann að vera óhagstætt er mögulegur hópur kjósenda sem vill að embættið standi fyrir meiri íhaldssemi og alvarleika og kjósi því annan frambjóðanda. En stærð þessa hóps er ekki ljós. Ef stór hópur óákveðinna kjósenda vill óhefðbundinn forseta gæti Jón Gnarr grætt á því þar sem hann sker sig svolítið úr með það miðað við hin fjögur sem eru líklegust. Fyrirfram hefði maður talið að kringumstæður Höllu Tómasdóttur myndu skila henni strax meira fylgis í skoðanakönnunum, sérstaklega þar sem hún fékk glæsilega niðurstöðu 2016. Nú er samkeppnin meiri en þó virðist það sama vera að gerast núna og þá, þegar hún fer í sviðsljósið að tjá sig, til dæmis í kappræðum, að þá byrjar hún að raka inn fylgjendum. Hún virðist því ná að skapa hagstæðar kringumstæður um leið og kastljósið beinist að henni. Kringumstæður virðast nokkuð hagstæðar fyrir Baldur Þórhallsson, ekki síst þar sem hann hefur lengi komið fram sem traustur og vitur fræðimaður, ekki ósvipað og Guðni Th. á sínum tíma. Síðan hjálpar Felix líka til. Það er bara spurning hvort sérstaða Baldurs og sérstök áhersla hans á réttindabaráttu skipti nægilega stóran hóp kjósenda máli. Kringumstæður virðast einnig hagstæðar fyrir Höllu Hrund sem var óskrifað blað áður en kosningabaráttan hófst en hún kom fljótlega inn sem stormsveipur í könnunum. Það hjálpar henni að hún virðist ótengd pólitík og valdatengslum og kemur vel fyrir, og stundum hefur verið bent á að hún minni á Frú Vigdísi Finnbogadóttur. Baldur virðist þó vilja taka þann stimpil frá henni ef marka má orð hans því hann hefur verið duglegur að vísa í Vigdísi. Hvert þeirra sigrar? Ef Katrín nær að aftengja sig við ríkisstjórnina verður hún að teljast í góðri stöðu og er líklega sigurstranglegust. Halla Hrund er ennþá að skora hátt og gengi hennar kann að ráðast af því hvernig til tekst hjá Katrínu að aftengja. Kannski kann Halla Hrund einhver töfrabrögð eins og Katrín enda hefur Halla Hrund vísað í þau þegar kemur að samvinnu eins og fyrr segir. Uppsveifla Höllu Tómasdóttur hefur verið mikil en er tíminn fram að kosningum í sviðsljósinu of stuttur til að ná alla leið á toppinn? Spurning hvort Baldur og Jón Gnarr hafi þegar toppað en auðvitað geta báðir haft ása upp í erminni á lokametrunum. Jón Gnarr mun kannski fara að taka meiri sénsa. Hann virðist óhræddur að setja fram skoðanir sínar þó þær séu ekki endilega dæmigerðar fyrir fólk í framboði. Sumsé, Katrín vinnur ef hún nær að skilja sig frá verkum sínum í ríkisstjórninni, annars virðist Halla Hrund einna sigurstranglegust. Halla Tómasdóttir myndi auka líkur á sigri ef kosningum verður frestað um smá tíma, en það er ekki líklegt. En kannski dugar tíminn fram að kosningum til að taka fram úr öllum öðrum? Ef Baldur og Jón Gnarr fá ekki að taka við keflinu frá Guðna Th. er samt útlit fyrir að þeir fái góða kosningu. Margir kjósendur virðast enn óákveðnir og ólíkar kannanir sýna aðeins mismunandi niðurstöður. En hvernig sem fer virðist stefna í mest spennandi kosningar í langan tíma þar sem ofantöld fimm fræknu virðast öll ennþá eiga möguleika á sigri. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar