Hægir á verðhækkunum matvöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 22:40 Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. vísir/vilhelm Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024. Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands. „Verðlag í Heimkaupum hækkaði mest milli mánaða, en langmest verðhækkun þar var í snyrti- og hreingerningarvörum, rúmlega 10%. Er það til dæmis vegna 20-25% hækkunar á Elvital vörum,“ segir í tilkynningu ASÍ. Hvað aðrar markverðar hækkanir varðar er ýmislegt nefnt: Nettó: Filippo Berio ólífuolía hækkar um 21%. Hagkaup: Omnom súkkulaði hækkar um 17%. Krónan: 4stk laukur og rauðlaukur í neti hækkar um 15%. Bónus: Omnom súkkulaði hækkar um 10% og Milka plötur um 19%. Iceland: Ýmsir gosdrykkir hækka eftir afslætti í apríl. Krambúðin: Filippo Berio ólífuolía hækkar um rúm 20%. 10-11: Hvítlaukur hækkar um 35%. Kjörbúðin: Maarud snakk hækkar um 25% eftir afslætti í apríl. Extra: Hvítlaukur hækkar um 54%. Verðlag lækkar í fjórum verslunum en hækkar í sex. Verðlag stóð í stað eða lækkaði milli mánaða í Iceland, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Fjarðarkaupum. Verðlag í matvöruverslunum hefur hækkað um 0,52% frá undirritun kjarasamninga, samkvæmt vörukörfu verðlagseftirlitsins. Þetta jafngildir 2,6% hækkun á ársgrundvelli. Mest hefur verðlag hækkað í Iceland (0,9%), Heimkaupum (0,8%) og Bónus (0,8%) en minnst í 10-11. Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlagsbreytingar eru reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðaðar verðmælingar frá hverju viðmiðunartímabili fyrir sig – meðalverð í hverjum mánuði, eða meðalverð tímabilsins 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga. Þessi verð eru borin saman við nýjustu verð sem verðlagseftirlitið hefur aflað, sem eru að jafnaði frá 21. maí 2024.
Verðlag Verslun ASÍ Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira