Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 07:00 Björgvin Karl Guðmundsson sést hér eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira