„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 10:58 Frá mótmælum á skólalóð Radboud. aðsend Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“ Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“
Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira