Forseti lýðveldisins Erlingur Hansson skrifar 23. maí 2024 11:30 Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar