Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 21:00 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Afhendingin átti sér stað á Austurvelli og tóku Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, við undirskriftunum. Söfnunin hófst síðasta haust og á endanum bárust 46 þúsund undirskriftir frá bæði innlendum og erlendum einstaklingum. Þær voru prentaðar á pappamyndir af eldislaxi sem veiddist í á hér á landi í fyrra. Kafarar með tvo af fiskunum sem undirskriftirnar voru prentaðar á.Vísir/Sigurjón Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins. „Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. Taki skref í rétta átt Allur heimurinn sé að fylgjast með gangi mála hér á landi. „Spurningin er, ætlar Ísland að taka rétta ákvörðun í þessu og taka skref í rétta átt eða ætlum við að gera sömu mistök og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Elvar. Þingið og nefndin skoði málið Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin. „Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók nýlega við embætti matvælaráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif? „Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykjavík Fiskeldi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira