Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2024 15:01 Lögreglumenn við störf. Vísir/vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47
Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53