Til varnar líffjölbreytileika Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 29. maí 2024 08:01 Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Dýr Skordýr Blóm Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Tengdar fréttir Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00 Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Ísamantekt um ágengar tegundir kemur fram að áætlaður kostnaður vegna ágengra tegunda er metinn á meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Þetta er enginn smá kostnaður og ótrúlegt að upphæðin ein og sér hafi ekki orðið til þess að ógnin hérlendis sé kostnaðarmetin og gripið sé til aðgerða. Heillavænna væri að bregðast strax við með forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu. Í Stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) er fjallað um aðgerðir til að mynda til þess að takmarka dreifingu ágengra tegunda. Einnig kemur það fram í leiðbeiningarreglum sem byggðar eru á grundvelli CBD að mun umhverfisvænna og hagkvæmara sé að koma í veg fyrir innflutning ágengra framandi tegunda, heldur en að ráðast í aðgerðir eftir að slíkar tegundir hafa fest sig í sessi. Í ljósi þessa er einkennilegt að engar reglur séu um merkingar á jarðvegi. Vitað er að urmull að lífverum kemur til landsins með jarðvegi þó að hingað til hafi fáar tegundir náð að festast hér í sessi. Þetta gæti breyst á komandi árum með hlýnandi loftslagi. Í forvarnarskini ætti að merkja sérstaklega innfluttan jarðveg,bæði mold í pokum og blómapottum. Í leiðbeiningarreglunum er einnig lögð áhersla á mikilvægi þess grípa tafarlaust til aðgerða hafi ágeng tegund numið land, til að hindra að hún festi rætur. Vegna þessa ætti að merkjaplöntur sem seldar eru til plöntunar sérstaklega, eftir því sem við á sem ágenga tegund eðahugsanlega ágenga tegund. Meðal markmiða íLIFE áætluninni um náttúru og lífbreytileika er að stuðla að bæði vernd og endurheimt, sem og að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Tilvalið er að eyrnamerkja þessu verkefni fjármagn til bæði vitundarvakningar og merkinga um ógnir við líffjölbreytileika sem hluta afgræna sáttmálum ESB (Green Deal). Verum öll hugrökk og látum verkin tala til þess að verja lífríki landsins og líffjölbreytileika þess. Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG g stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S 22. maí 2024 08:00
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. 15. maí 2024 12:31
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar