Sundtískan Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 09:32 Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Tíska og hönnun Sundlaugar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun