Sundtískan Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 09:32 Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Tíska og hönnun Sundlaugar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér. Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Annars var ég í sundi áðan og nú er tískan að vera í g-streng í sundi. Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi - sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi - sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Það fyndna við þetta er að sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa. Og ég elska Kate Winslet. Hún hefur breytt öllu. Hot piece of ass og venjuleg kelling. Dýrka hana. Ég fékk mér nýjan sundbol um daginn. Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar