„Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. maí 2024 21:46 Haukur Páll Sigurðsson fyrrum leikmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Vals í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Ánægður að sækja þrjú stig, það eru svona fyrstu viðbrögð eftir þennan leik,“ sagði Haukur Páll beint eftir leik. Valsliðið virtist eiga gír inni eftir fyrri hálfleikinn og var greinilegt að liðið þyrfti að spila betur í seinni hálfleik. Valsmenn komu af krafti inn í seinni hálfleikinn, en þeir gerðu tvær breytingar á sínu liði í hálfleik og breyttu leikskipulaginu í 4-3-3. „Mér fannst við bara þurfa að skerpa aðeins á. Þeir voru mikið í löngum boltum og voru svolítið að vinna seinni boltanna. Við þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum og mér fannst við gera það þokkalega í seinni hálfleik og svona heilt yfir sanngjarnt held ég,“ sagði Haukur um síðari hálfleikinn. HK jafnaði leikinn með algjöru sprellimarki, en hreinsun Frederik Schram fór beint í ennið á Arnþóri Ara Atlasyni sem stóð tæpum 30 metrum frá marki og þaðan skoppaði boltinn í netið. Hauk Pál fannst sitt lið ekki slegið út af laginu eftir þetta mark. „Það eru mistök í fótbolta og allt svoleiðis og þeir skora frekar ódýrt mark, það er bara hluti af þessu. Mér fannst við ekki slegnir út af laginu. Mér fannst við ekki detta á hælana eða neitt svoleiðis, við héldum bara áfram og vorum staðráðnir í því að ná inn seinna markinu.“ Að lokum var Haukur Páll spurður út í stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld vegna meiðsla. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar einhver er meiddur, hvort sem það er hann eða einhver annar leikmaður. Þetta eru smá bakmeiðsli og það verður bara að koma í ljós hvenær hann verður klár.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Ánægður að sækja þrjú stig, það eru svona fyrstu viðbrögð eftir þennan leik,“ sagði Haukur Páll beint eftir leik. Valsliðið virtist eiga gír inni eftir fyrri hálfleikinn og var greinilegt að liðið þyrfti að spila betur í seinni hálfleik. Valsmenn komu af krafti inn í seinni hálfleikinn, en þeir gerðu tvær breytingar á sínu liði í hálfleik og breyttu leikskipulaginu í 4-3-3. „Mér fannst við bara þurfa að skerpa aðeins á. Þeir voru mikið í löngum boltum og voru svolítið að vinna seinni boltanna. Við þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum og mér fannst við gera það þokkalega í seinni hálfleik og svona heilt yfir sanngjarnt held ég,“ sagði Haukur um síðari hálfleikinn. HK jafnaði leikinn með algjöru sprellimarki, en hreinsun Frederik Schram fór beint í ennið á Arnþóri Ara Atlasyni sem stóð tæpum 30 metrum frá marki og þaðan skoppaði boltinn í netið. Hauk Pál fannst sitt lið ekki slegið út af laginu eftir þetta mark. „Það eru mistök í fótbolta og allt svoleiðis og þeir skora frekar ódýrt mark, það er bara hluti af þessu. Mér fannst við ekki slegnir út af laginu. Mér fannst við ekki detta á hælana eða neitt svoleiðis, við héldum bara áfram og vorum staðráðnir í því að ná inn seinna markinu.“ Að lokum var Haukur Páll spurður út í stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld vegna meiðsla. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar einhver er meiddur, hvort sem það er hann eða einhver annar leikmaður. Þetta eru smá bakmeiðsli og það verður bara að koma í ljós hvenær hann verður klár.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira