Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2024 08:31 Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár og hefur fest sig í sessi sem vinsælasta hlaup Íslands. Þúsundir taka þátt hvert ár, hvort sem það er í keppnisskyni, vegna góðgerðarmála eða einfaldlega af ánægju. vísir/hulda margrét Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. Reykjavíkurmaraþonið er fjölmennasti íþróttaviðburður Íslands. Það hefur verið haldið árlega síðan 1984, og fagnar því 40 ára afmæli í ár. Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök rúmlega 70 íþróttafélaga í Reykjavík. Þeir 600 starfsmenn sem koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons koma flestir úr íþróttafélögunum í Reykjavík. Helmingur af hagnaði Reykjavíkurmaraþonsins er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum styrktarsjóð ÍBR. Hinn helmingurinn hefur farið í uppbyggingu Reykjavíkurmaraþonsins, sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin 40 ár og taldi á síðasta ári rúmlega 11.000 keppendur. Mest var þáttakan þó fyrir heimsfaraldur en árin 2014-19 tóku um 15.000 manns þátt í hlaupinu hvert ár. ÍBR hefur sótt viðurkenningu á framkvæmd hlaupsins til Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ), sem er æðsti aðili um öll frjálsíþróttamál, þar með talin götuhlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið, innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Óljóst um hvað er deilt Deilur standa nú yfir milli Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) um framkvæmd og útfærslu Reykjavíkurmaraþonsins. Stjórnarformaður FRÍ segir málið snúast um 150 króna þátttakendagjald sem tekið var upp á síðasta ári. Framkvæmdastjóri ÍBR segir sjálfsagt að greiða það gjald en telur skráningarfyrirkomulagið sem FRÍ fer fram á brjóta gegn persónuverndarlögum við framkvæmd hlaupsins. Umfangsmeira fyrir FRÍ en áður FRÍ setur reglugerð um framkvæmd hlaupa. Úrslit götuhlaupa eru ekki viðurkennd til afreka af FRÍ nema að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um framkvæmd götuhlaupa. Niðurstöður eru færðar til bókar í opinbera afrekaskrá FRÍ. „Slík skrá er verðmætari eftir því sem fleiri eru skráðir í hana. Þess vegna leggur FRÍ upp með að það sé meginregla að tímar allra þátttakenda, sem samþykkja að birta úrslit sín á annað borð, séu færðir inn í skrána en ekki aðeins tímar þeirra sem óska sérstaklega eftir því að fá úrslit sín send til FRÍ“ sagði í yfirlýsingu FRÍ. Ný reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa var sett og samþykkt árið 2018. Þeirri reglugerð var ætlað að bæta mælingaraðferðir með tilkomu óháðs dómara, og auka gæði hlaupa með nákvæmari vegalengdar- og tímamælingum. Dómarinn kemur á vegum FRÍ og tekur út framkvæmd hlaupsins. Þetta fól í sér aukið umfang fyrir FRÍ. Reglugerðinni hefur verið framfylgt síðan 2018 en á síðasta ári var ákveðið að tekið yrði gjald fyrir framkvæmdina. Nú á að rukka Tekið var upp 45.000 króna grunngjald og 150 króna gjald fyrir hvern þátttakanda sem lýkur hlaupi. ÍBR er falið að innheimta gjaldið sem hluta af þátttökugjöldum. Í yfirlýsingu FRÍ segir að ÍBR hafi „óskað eftir sérmeðferð og undanþágu frá reglugerðum sambandsins fyrir sína viðburði, s.s. varðandi 150 krónu gjald fyrir alla hlaupara sem ljúka keppni, sem komið var til móts við á síðasta ári á aðlögunartímabili.“ „Við sögðum það í yfirlýsingunni og það bara stendur. Þeir vildu ekki fylgja reglugerðum, þannig lagað, eða vildu hafa sína leið með þetta“ sagði Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, í samtali við Vísi. Freyr Ólafsson hefur verið stjórnarformaður Frjálsíþróttasambands Íslands síðan árið 2016.Freyr Ólafsson Hlauparar bölva ÍBR Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni. Hún hefur hlaupið um áratugaskeið og jafnframt verið formaður langhlaupa- og þríþrautardeildar Ungmennafélags Akureyrar. Hún segir Reykjavíkurmaraþonið í uppáhaldi og henni þætti ótrúlegt ef ÍBR léti það gerast að hlaupið yrði ekki vottað af FRÍ. Hún skilji „vel að forsvarsmenn fámennra hlaupa leggi ekki í þann kostnað og vinnu sem fylgir því að fá hlaup viðurkennd. En að stærstu hlaupin sem velta milljónum á ári og hafa verið sterkustu keppnishlaupin okkar undanfarin ár og áratugi skuli ekki ætla að fá vottun á sín hlaup þykir mér með öllu óskiljanlegt.“ SIGURJÓN ERNIR STURLUSON SIGRAÐI ÍSLENDINGAFLOKK KARLA Í FYRRA OG VAR MEÐAL ÞEIRRA SEM LÍKUÐU VIÐ FÆRSLU RANNVEIGAR Á FACEBOOK. Vísir/Hulda Margrét Í athugasemdum undir færslunni má finna fjölda þekktra hlaupara sem setja út á ÍBR. Guðni Páll Pálsson, mótshaldari Mýrdalshlaupsins og fyrrum heimsmeistaramótsfari, var meðal þeirra. Hann segir málið skammarlegt en trúir því ekki að þetta verði endanleg niðurstaða. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í 3km og 5km hlaupum, segist sammála öllu sem Rannveig sagði. Hún deildi færslunni svo í hópinn Hlauparar á Íslandi og sagði „gott að hlauparar séu upplýstir um þetta áður en þeir taka ákvörðun um að skrá sig til leiks”. Snýst ekki um innheimtu gjalda Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, skrifaði athugasemd við færslu Rannveigar í gegnum Facebook síðu ÍBR. Þar sagði hann gjaldinnheimtu FRÍ, 150 krónurnar á hvern hlaupara, ekki vandamálið heldur snúi það að útfærslu á skráningu í hlaupin. ÍBR telur það brjóta gegn persónuverndarlögum að þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir í Afrekaskrá FRÍ. ÍBR vill að þátttakendur hafi val og veiti upplýst samþykki fyrir skráningu. Frímann Ari Ferdinandsson hefur verið framkvæmdastjóri ÍBR síðan 1999.ÍBR.is „Sú útfærsla að þátttakendur gætu valið að fara í Afrekaskrá FRÍ féll ekki að hugmyndum FRÍ. Þar á bæ er farið fram á að allir þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir en þurfi að segja sig frá því, vilji þeir ekki fara í Afrekaskrána. „Við höfum fullan áhuga á að fá viðurkenningu á okkar hlaupum á eðlilegum forsendum og í samræmi við lög og reglur,” skrifaði Frímann hjá ÍBR undir færsluna. Persónuverndarmál og ÍBR gefur ekki eftir Frímann segir málið þannig alls ekki snúast um innheimtu gjalda, eins og FRÍ hefur haldið fram. Heldur snúist ágreiningurinn um ákveðin atriði er snúa að persónuvernd. FRÍ vill hafa þann háttinn á að þeir sem skrá sig í hlaupið, séu sjálfkrafa skráðir í Afrekaskrá, fari þeir ekki fram á annað. ÍBR leitaði lögfræðiálits og telur sig ekki geta framkvæmt skráningu með þeim hætti. Þátttakendur þurfi sjálfir að veita upplýst samþykki fyrir skráningu í Afrekaskrá. Það er að segja, þátttakendur þurfi sjálfir að merkja við og velja að skrá hlaup sitt í Afrekaskrá, frekar en að það gerist sjálfkrafa eins og venjan hefur verið. Margra ára mál Málið hefur margar hliðar og ljóst er að ÍBR og FRÍ sjá það alls ekki sömu augum. Eins og áður segir var reglugerðin fyrst sett árið 2018. Aðdragandinn að þessum ágreiningi teygir sig því nokkur ár aftur í tímann og engin lausn virðist í sjónmáli þar sem báðir aðilar standa fastir á sínu. FRÍ ber þau rök fyrir sér að reglugerð um framkvæmd götuhlaupa hafi staðið óbreytt síðan 2018 og ÍBR hafi aldrei lagt fram breytingartillögu á henni. Frá reglugerðinni verði ekki kvikað, eitt skuli yfir alla ganga og samtal um breytingar skuli fari fram á ársþingi. Reglugerðin sé, sem og öll starfsemi FRÍ, í samræmi við persónuverndarlög. ÍBR telur reglugerðina hins vegar ekki í samræmi við persónuverndarlög og engin ástæða sé til að halda uppteknum hætti við framkvæmd hlaupsins ef það samræmist ekki lögum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hlaupin verða haldin ÍBR er staðráðið í að halda Reykjavíkurmaraþoninu á dagskrá og vill endilega að þeir sem það kjósa fái staðfestan tíma og fari í Afrekaskrá, en það þurfi að gerast án þess að ÍBR sé í hættu á lögbroti. „Við teljum það ekki vera [upplýst samþykki] ef þú ert fyrirfram skráður sem þátttakandi í Afrekaskránni en þarft þá að afhaka út úr því. Við viljum meina að fólk þurfi að velja annað hvort. Það sem við höfum ekki náð saman um er þessi túlkun á þessu atriði. Ef þetta verður ekki viðurkennt og fer ekki í gegn, þá bara höldum við Reykjavíkurmaraþon, í réttri vegalengd, en hún verður þá bara óstaðfest og fólk verður bara að meta það hvort það vill koma og hlaupa í hlaupinu,“ sagði Frímann í samtali við Vísi. ÍBR muni ekki láta af sínum kröfum um breytingu á skráningarferlinu og hlaupin munu því, eins og málið er statt núna, fara fram án viðurkenndrar vottunar frá FRÍ. Þátttakendur munu því ekki fá árangur sinn skráðan í Afrekaskrá eða gagnagrunn FRÍ og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (World Athletics) og árangur þeirra verður ekki talinn gildur til neinna meta eða sem lágmarkstími fyrir inngöngu í önnur hlaup. Miðnæturhlaupið Reykjavíkurmaraþonið er ekki eina hlaupið á vegum ÍBR. Miðnæturhlaup ÍBR hefur verið haldið við sumarsólstöður, þann 20. júní, undanfarin 30 ár. Hlaupið fer fram í Laugardalnum og býður upp á 5km, 10km og 21,1km, hálfmaraþons, vegalengdir. Sami ágreiningur á þar við eins og um Reykjavíkurmaraþonið. ÍBR sendi beiðni í síðustu viku til FRÍ um vottun Miðnæturhlaupsins. Ljóst er að þar vék ÍBR ekki frá kröfum sínum, en stjórnarformaður FRÍ taldi þetta í það minnsta merki um vilja af hálfu ÍBR til lausnar á deilunni og áframhaldandi samstarfs við FRÍ. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið er fjölmennasti íþróttaviðburður Íslands. Það hefur verið haldið árlega síðan 1984, og fagnar því 40 ára afmæli í ár. Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök rúmlega 70 íþróttafélaga í Reykjavík. Þeir 600 starfsmenn sem koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons koma flestir úr íþróttafélögunum í Reykjavík. Helmingur af hagnaði Reykjavíkurmaraþonsins er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum styrktarsjóð ÍBR. Hinn helmingurinn hefur farið í uppbyggingu Reykjavíkurmaraþonsins, sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin 40 ár og taldi á síðasta ári rúmlega 11.000 keppendur. Mest var þáttakan þó fyrir heimsfaraldur en árin 2014-19 tóku um 15.000 manns þátt í hlaupinu hvert ár. ÍBR hefur sótt viðurkenningu á framkvæmd hlaupsins til Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ), sem er æðsti aðili um öll frjálsíþróttamál, þar með talin götuhlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið, innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Óljóst um hvað er deilt Deilur standa nú yfir milli Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) um framkvæmd og útfærslu Reykjavíkurmaraþonsins. Stjórnarformaður FRÍ segir málið snúast um 150 króna þátttakendagjald sem tekið var upp á síðasta ári. Framkvæmdastjóri ÍBR segir sjálfsagt að greiða það gjald en telur skráningarfyrirkomulagið sem FRÍ fer fram á brjóta gegn persónuverndarlögum við framkvæmd hlaupsins. Umfangsmeira fyrir FRÍ en áður FRÍ setur reglugerð um framkvæmd hlaupa. Úrslit götuhlaupa eru ekki viðurkennd til afreka af FRÍ nema að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um framkvæmd götuhlaupa. Niðurstöður eru færðar til bókar í opinbera afrekaskrá FRÍ. „Slík skrá er verðmætari eftir því sem fleiri eru skráðir í hana. Þess vegna leggur FRÍ upp með að það sé meginregla að tímar allra þátttakenda, sem samþykkja að birta úrslit sín á annað borð, séu færðir inn í skrána en ekki aðeins tímar þeirra sem óska sérstaklega eftir því að fá úrslit sín send til FRÍ“ sagði í yfirlýsingu FRÍ. Ný reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa var sett og samþykkt árið 2018. Þeirri reglugerð var ætlað að bæta mælingaraðferðir með tilkomu óháðs dómara, og auka gæði hlaupa með nákvæmari vegalengdar- og tímamælingum. Dómarinn kemur á vegum FRÍ og tekur út framkvæmd hlaupsins. Þetta fól í sér aukið umfang fyrir FRÍ. Reglugerðinni hefur verið framfylgt síðan 2018 en á síðasta ári var ákveðið að tekið yrði gjald fyrir framkvæmdina. Nú á að rukka Tekið var upp 45.000 króna grunngjald og 150 króna gjald fyrir hvern þátttakanda sem lýkur hlaupi. ÍBR er falið að innheimta gjaldið sem hluta af þátttökugjöldum. Í yfirlýsingu FRÍ segir að ÍBR hafi „óskað eftir sérmeðferð og undanþágu frá reglugerðum sambandsins fyrir sína viðburði, s.s. varðandi 150 krónu gjald fyrir alla hlaupara sem ljúka keppni, sem komið var til móts við á síðasta ári á aðlögunartímabili.“ „Við sögðum það í yfirlýsingunni og það bara stendur. Þeir vildu ekki fylgja reglugerðum, þannig lagað, eða vildu hafa sína leið með þetta“ sagði Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, í samtali við Vísi. Freyr Ólafsson hefur verið stjórnarformaður Frjálsíþróttasambands Íslands síðan árið 2016.Freyr Ólafsson Hlauparar bölva ÍBR Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni. Hún hefur hlaupið um áratugaskeið og jafnframt verið formaður langhlaupa- og þríþrautardeildar Ungmennafélags Akureyrar. Hún segir Reykjavíkurmaraþonið í uppáhaldi og henni þætti ótrúlegt ef ÍBR léti það gerast að hlaupið yrði ekki vottað af FRÍ. Hún skilji „vel að forsvarsmenn fámennra hlaupa leggi ekki í þann kostnað og vinnu sem fylgir því að fá hlaup viðurkennd. En að stærstu hlaupin sem velta milljónum á ári og hafa verið sterkustu keppnishlaupin okkar undanfarin ár og áratugi skuli ekki ætla að fá vottun á sín hlaup þykir mér með öllu óskiljanlegt.“ SIGURJÓN ERNIR STURLUSON SIGRAÐI ÍSLENDINGAFLOKK KARLA Í FYRRA OG VAR MEÐAL ÞEIRRA SEM LÍKUÐU VIÐ FÆRSLU RANNVEIGAR Á FACEBOOK. Vísir/Hulda Margrét Í athugasemdum undir færslunni má finna fjölda þekktra hlaupara sem setja út á ÍBR. Guðni Páll Pálsson, mótshaldari Mýrdalshlaupsins og fyrrum heimsmeistaramótsfari, var meðal þeirra. Hann segir málið skammarlegt en trúir því ekki að þetta verði endanleg niðurstaða. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari í 3km og 5km hlaupum, segist sammála öllu sem Rannveig sagði. Hún deildi færslunni svo í hópinn Hlauparar á Íslandi og sagði „gott að hlauparar séu upplýstir um þetta áður en þeir taka ákvörðun um að skrá sig til leiks”. Snýst ekki um innheimtu gjalda Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR, skrifaði athugasemd við færslu Rannveigar í gegnum Facebook síðu ÍBR. Þar sagði hann gjaldinnheimtu FRÍ, 150 krónurnar á hvern hlaupara, ekki vandamálið heldur snúi það að útfærslu á skráningu í hlaupin. ÍBR telur það brjóta gegn persónuverndarlögum að þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir í Afrekaskrá FRÍ. ÍBR vill að þátttakendur hafi val og veiti upplýst samþykki fyrir skráningu. Frímann Ari Ferdinandsson hefur verið framkvæmdastjóri ÍBR síðan 1999.ÍBR.is „Sú útfærsla að þátttakendur gætu valið að fara í Afrekaskrá FRÍ féll ekki að hugmyndum FRÍ. Þar á bæ er farið fram á að allir þátttakendur séu sjálfkrafa skráðir en þurfi að segja sig frá því, vilji þeir ekki fara í Afrekaskrána. „Við höfum fullan áhuga á að fá viðurkenningu á okkar hlaupum á eðlilegum forsendum og í samræmi við lög og reglur,” skrifaði Frímann hjá ÍBR undir færsluna. Persónuverndarmál og ÍBR gefur ekki eftir Frímann segir málið þannig alls ekki snúast um innheimtu gjalda, eins og FRÍ hefur haldið fram. Heldur snúist ágreiningurinn um ákveðin atriði er snúa að persónuvernd. FRÍ vill hafa þann háttinn á að þeir sem skrá sig í hlaupið, séu sjálfkrafa skráðir í Afrekaskrá, fari þeir ekki fram á annað. ÍBR leitaði lögfræðiálits og telur sig ekki geta framkvæmt skráningu með þeim hætti. Þátttakendur þurfi sjálfir að veita upplýst samþykki fyrir skráningu í Afrekaskrá. Það er að segja, þátttakendur þurfi sjálfir að merkja við og velja að skrá hlaup sitt í Afrekaskrá, frekar en að það gerist sjálfkrafa eins og venjan hefur verið. Margra ára mál Málið hefur margar hliðar og ljóst er að ÍBR og FRÍ sjá það alls ekki sömu augum. Eins og áður segir var reglugerðin fyrst sett árið 2018. Aðdragandinn að þessum ágreiningi teygir sig því nokkur ár aftur í tímann og engin lausn virðist í sjónmáli þar sem báðir aðilar standa fastir á sínu. FRÍ ber þau rök fyrir sér að reglugerð um framkvæmd götuhlaupa hafi staðið óbreytt síðan 2018 og ÍBR hafi aldrei lagt fram breytingartillögu á henni. Frá reglugerðinni verði ekki kvikað, eitt skuli yfir alla ganga og samtal um breytingar skuli fari fram á ársþingi. Reglugerðin sé, sem og öll starfsemi FRÍ, í samræmi við persónuverndarlög. ÍBR telur reglugerðina hins vegar ekki í samræmi við persónuverndarlög og engin ástæða sé til að halda uppteknum hætti við framkvæmd hlaupsins ef það samræmist ekki lögum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hlaupin verða haldin ÍBR er staðráðið í að halda Reykjavíkurmaraþoninu á dagskrá og vill endilega að þeir sem það kjósa fái staðfestan tíma og fari í Afrekaskrá, en það þurfi að gerast án þess að ÍBR sé í hættu á lögbroti. „Við teljum það ekki vera [upplýst samþykki] ef þú ert fyrirfram skráður sem þátttakandi í Afrekaskránni en þarft þá að afhaka út úr því. Við viljum meina að fólk þurfi að velja annað hvort. Það sem við höfum ekki náð saman um er þessi túlkun á þessu atriði. Ef þetta verður ekki viðurkennt og fer ekki í gegn, þá bara höldum við Reykjavíkurmaraþon, í réttri vegalengd, en hún verður þá bara óstaðfest og fólk verður bara að meta það hvort það vill koma og hlaupa í hlaupinu,“ sagði Frímann í samtali við Vísi. ÍBR muni ekki láta af sínum kröfum um breytingu á skráningarferlinu og hlaupin munu því, eins og málið er statt núna, fara fram án viðurkenndrar vottunar frá FRÍ. Þátttakendur munu því ekki fá árangur sinn skráðan í Afrekaskrá eða gagnagrunn FRÍ og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (World Athletics) og árangur þeirra verður ekki talinn gildur til neinna meta eða sem lágmarkstími fyrir inngöngu í önnur hlaup. Miðnæturhlaupið Reykjavíkurmaraþonið er ekki eina hlaupið á vegum ÍBR. Miðnæturhlaup ÍBR hefur verið haldið við sumarsólstöður, þann 20. júní, undanfarin 30 ár. Hlaupið fer fram í Laugardalnum og býður upp á 5km, 10km og 21,1km, hálfmaraþons, vegalengdir. Sami ágreiningur á þar við eins og um Reykjavíkurmaraþonið. ÍBR sendi beiðni í síðustu viku til FRÍ um vottun Miðnæturhlaupsins. Ljóst er að þar vék ÍBR ekki frá kröfum sínum, en stjórnarformaður FRÍ taldi þetta í það minnsta merki um vilja af hálfu ÍBR til lausnar á deilunni og áframhaldandi samstarfs við FRÍ.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira