Sameiningartákn á tímum sundrungar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 21. maí 2024 07:45 Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa. Auk þessa þarf forseti að geta komið fram fyrir hönd þjóðar á erlendri grundu, hafa bein í nefinu á ögurstundum og helst hafa víðtæka þekkingu á alþjóðlegu umhverfi hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega. Forseta sem kannn að koma fyrir sig orði, er einlægur og leggur jákvætt innlegg til þjóðmálanna. Sjálf sé ég fyrir mér einstakling með hjartað á réttum stað, sem hefur skilning á ólíkri stöðu einstaklinganna s.s. eftir aldri, þjóðernislegum bakgrunni eða fjárhagsstöðu. Forseta sem veit að völd geti spillt og að rökhugsunin ein dugar sjaldnast til góðs. Forseta sem vill kynslóðaréttlæti og hafnar skammtímagróða fyrirtækja á kostnað umhverfis og framtíðarinnar. Orkumikinn leiðtoga sem leggur sig fram við að skilja tíðarandann hverju sinni og hefur í hyggju að leiða hina ýmsu þjóðfélagsþegna saman til umræðu. Forsetaefni sem býður til dæmis Íslendingum með erlendan bakgrunn til samræðna í kosningabaráttu. Forsetaefni með alþýðlegan bakgrunn og kann að þakka fyrir tækifæri lífs síns, sem hún hefur nýtt. Nýtum kosningarétt okkar og sýnum lýðræðinu og okkur sjálfum þá virðingu að kynna okkur það sem forsetaframbjóðendurnir standa fyrir. Ég vil jákvæðan, kraftmikinn, margreyndan, réttsýnan og uppbyggjandi forseta og kýs því Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands. Höfundur er kennari og kjósandi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun