Tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra Kári Mímisson skrifar 20. maí 2024 20:01 Aron Sigurðarson fagnar marki sínu af innlifun. Vísir/Anton Brink Aron Sigurðarson, leikmaður KR, var að vonum ánægður með sigur liðsins gegn FH þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. Aron kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik en það var hans fyrsta mark fyrir KR í deildinni. „Það er gott að vinna og gott að finna sigurtilfinninguna aftur. Þeir lágu á okkur eiginlega allan seinni hálfleikinn og mikið hrós á alla strákanna að ná að halda þetta út. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður og sigurtilfinningin er góð og hún nærir okkur.“ Sagði Aron þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir sigurinn. Aron varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leik KR gegn Fylki en hefur verið að koma til baka og byrjaði svo loksins í kvöld. Spurður út í hver staðan sé á honum segist hann allur vera að koma til og að hann telji sig geta hjálpað liðinu að vinna fleiri leiki. „Þetta eru núna komnir þrír leikir hjá mér á stuttum tíma, tveir þar sem ég hef komið inn á og svo þessi. Það er gott að fá leiki, gott að komast sem fyrst í leikform og ná að njóta þess að spila. Ég tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra en núna er bara spennandi að sjá hvort að við komum inn í næsta leik með gömlu góðu 80 prósentin sem við höfðum mæt með í síðustu fimm leiki á undan þessum. Þannig að þetta er flottur sigur en við verðum að átta okkur á því hvað gaf okkur þennan sigur og það er það að við lögðum allt í leikinn og það verður að vera það sama á móti Vestra í næstu viku.“ Leikurinn í dag var ansi kaflaskiptur. Eftir bragðdaufar upphafs mínútur tóku KR-ingar öll völd á vellinum en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem réðu lögum og lofum. Aron hrósar Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fyrir það hvernig hann brást við í hálfleik. „FH er auðvitað með gott lið en mér fannst við vera yfir allan fyrri hálfleikinn en síðan taka þeir bara seinni hálfleikinn. Þeir eru með klókan þjálfara sem augljóslega breytti einhverju í seinni hálfleik þar sem að þeir komu mjög sterkir inn. Kannski er það líka automatískt hjá okkur að fara að verja einhverja forystu en eins og ég segi þá var það mjög sterkt hjá okkur að ná að halda þetta út því að þeir lögðu mikið á okkur í seinni hálfleik.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Það er gott að vinna og gott að finna sigurtilfinninguna aftur. Þeir lágu á okkur eiginlega allan seinni hálfleikinn og mikið hrós á alla strákanna að ná að halda þetta út. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður og sigurtilfinningin er góð og hún nærir okkur.“ Sagði Aron þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir sigurinn. Aron varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leik KR gegn Fylki en hefur verið að koma til baka og byrjaði svo loksins í kvöld. Spurður út í hver staðan sé á honum segist hann allur vera að koma til og að hann telji sig geta hjálpað liðinu að vinna fleiri leiki. „Þetta eru núna komnir þrír leikir hjá mér á stuttum tíma, tveir þar sem ég hef komið inn á og svo þessi. Það er gott að fá leiki, gott að komast sem fyrst í leikform og ná að njóta þess að spila. Ég tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra en núna er bara spennandi að sjá hvort að við komum inn í næsta leik með gömlu góðu 80 prósentin sem við höfðum mæt með í síðustu fimm leiki á undan þessum. Þannig að þetta er flottur sigur en við verðum að átta okkur á því hvað gaf okkur þennan sigur og það er það að við lögðum allt í leikinn og það verður að vera það sama á móti Vestra í næstu viku.“ Leikurinn í dag var ansi kaflaskiptur. Eftir bragðdaufar upphafs mínútur tóku KR-ingar öll völd á vellinum en í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem réðu lögum og lofum. Aron hrósar Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fyrir það hvernig hann brást við í hálfleik. „FH er auðvitað með gott lið en mér fannst við vera yfir allan fyrri hálfleikinn en síðan taka þeir bara seinni hálfleikinn. Þeir eru með klókan þjálfara sem augljóslega breytti einhverju í seinni hálfleik þar sem að þeir komu mjög sterkir inn. Kannski er það líka automatískt hjá okkur að fara að verja einhverja forystu en eins og ég segi þá var það mjög sterkt hjá okkur að ná að halda þetta út því að þeir lögðu mikið á okkur í seinni hálfleik.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira