Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 13:10 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu. Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður. Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður.
Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent