Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 13:10 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu. Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður. Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður.
Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22