Kjósum Katrínu Kjartan Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 07:01 Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur. Þó er sú manneskja sem hefur einna helst sloppið við þetta sá frambjóðandi í þessum forsetakosningum sem sem ég styð; Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það einkennt hennar framgöngu í stjórnmálum að hún hefur nánast aldrei hallað styggðaryrði að nokkrum manni. Hún hefur svo til alltaf farið í boltann en ekki manninn, svo þessi góða samlíking úr fótboltanum sé notuð. Það er örugglega einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmálamanna að þó svo flokkur hennar hafi oftar en einu sinni farið niður fyrir tíuprósent í skoðanakönnunum þá hefur gjarnan meirihluti þjóðarinnar kosið hana vinsælasta stjórnmálamann landsins. En stjórnmálamaður/kona samt. Þrátt fyrir allt þá hefur hún þennan voðalega skammarblett að hafa verið í stjórnmálum. Það væri hægt að rekja mörg dæmi um merkilega framgöngu Katrínar við stjórnvölinn. En ég læt nægja þá djörfu ákvörðun að láta klára Hörpuna í miðju hruninu (ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur) og nú síðast aðkoma hennar að kjarasamningunum í janúar. Henni er helst legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í gegn mörgum hugarefnum sínum sem hún talaði fyrir þegar hún var í stjórnarandstöðu. Það veit hvert mannsbarn að í samsteypustjórn fær maður ekki allt sem maður vill. Katrín á stórmerkilegan feril að baki í pólitíkinni. Sá ferill er kostur en ekki galli. Þekking hennar á öllu stjórnkerfinu er sér á parti meðal frambjóðendanna. Sambönd hennar á erlendri grundu og gott orðspor er ómetanlegt. Bent hefur verið á að fyrri forsetar hafi ýmist komið úr stjórnmálunum (Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson) og svo aftur menningunni (Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson). Katrín á feril að baki á báðum þessum sviðum. Hún er ekki bara fráfarandi stjórnmálamaður heldur er hún menntuð í íslenskum bókmenntum. Katrín hefur yfirburða þekkingu og reynslu til að gegna embætti forseta Íslands. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun