Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 15:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundinum í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira