Baldur Þórhallsson er vitur og vís Bryndís Friðgeirsdóttir skrifar 18. maí 2024 07:01 Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. Hann skilgreinir Ísland sem fámennt eyríki í Norður-Atlandshafi sem hefur sterka rödd fremur en að stilla því upp meðal stórþjóða með efnahagslega, hernaðarlega og pólitíska yfirburði til að beita áhrifum og völdum í eigin þágu. Þegar Baldur talar um að styrkja varnir Íslands talar hann um heimavarnir og á hann þá við netöryggi, sæstreng og öflugan stuðning við Landhelgisgæsluna, björgunarsveitir og lögreglu. Þegar Baldur ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ákvað ég strax að bjóða mig fram í stuðningsliðið því hann er sá forseti sem Ísland á skilið. Framboðsfrestur var þá ekki enn runninn út en ég ákvað samt að skipta ekki um skoðun, jæja, nema ef eitthvert barna minna færi í framboð, þau eru miklir meistarar á flestum sviðum. Ég hef verið spurð að því hvort við Baldur þekkjumst eða værum vinir. Ég þekki Baldur ekki persónulega en ég hef fylgst með málflutningi hans sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kosningabaráttunni höfum við einnig fengið að fylgjast með fjölskyldu hans og þeirri mannréttindabaráttu sem þau öll standa fyrir og það skiptir svo sannarlega máli fyrir okkur öll. Svo er Felix Bergsson eiginmaður Baldurs svo hress og klár og þeir svo skemmtilegir afar og kærleiksríkir fjölskyldumenn. Höfundur er fyrrverandi kennari og svæðisfulltrúi Rauða krossins á Íslandi.