Katrín kann sig Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 16. maí 2024 11:01 - Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun