„Blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík“ Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 10:32 Sigurður Ágúst Sigurðsson íhugar nú næstu skerf. Víst er að hann mun ekki sætta sig við að hafa ekki fengið sæti við borðið í stjórn LEB. vísir/vilhelm Sigurði Ágúst Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), var hafnað sem stjórnarmanni á ársfundi Landssambands eldri borgara (LEB) i vikunni. Þetta er líklegt að dragi dilk á eftir sér. Það hriktir í stoðum landsambandsins. Þau sögulegu tíðindi urðu á landsfundi Landssambands eldri borgara sem haldinn var á Hótel Nordica í vikunni dag að Sigurði Ágústi Sigurðssyni formanni FEB var hafnað í stjórn LEB. Söguleg hefð er fyrir því að fulltrúi félagsins í Reykjavík eigi fulltrúa í stjórn LEB, en uppstillingarnefnd klofnaði fyrir landsfundinn. Fram komu þrjú framboð um tvö sæti. Sigurður Ágúst hlaut einungis 56 atkvæði, en Sigrún Camilla Halldórsdóttir Ísafirði hlaut 128 atkvæði og Þóra Hjaltadóttir Akureyri 100 og taka því sæti sem aðalmenn í stjórn. Gekk af fundi í mótmælaskini Sigurður neitaði að taka sæti í varastjórn og gekk af fundi í mótmælaskini. Ýmsar getugátur eru uppi um hvers vegna gengið var gegn hefð að formaður FEB tæki sæti í stjórn eins og þær að þar hafi speglaðist andstaða eldri borgara á landsvísu við yfirtöku félagsins í Reykjavík í vor, þegar „Valhallklíka eldri borgara innan Sjálfstæðisflokksins yfirtók félagið,“ eins og heimildarmaður Vísis orðar það. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á félagið í Reykjavík og svo Landssambandið sem gæti þurft að bíta úr nálinni með þetta. Sigurður Ágúst Sigurðsson veltir því nú fyrir sér hvort þeim fjármunum sem FEB lætur af hendi rakna til LEB sé ekki betur varið í þarfari hluti en að velta þeim þangað, þar sem þau hafa ekkert um mál að segja.vísir/vilhelm „Já, það er afar sérstakt að stærsta félag innan LEB skuli ekki hafa fulltrúa í stjórn. En svo er að sjá og heyra að landsbyggðin telji hlut sinn fyrir borð borinn með því að formaður FEB fari inn í stjórn LEB,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann gefur ekki mikið fyrir það. Ofurviðkvæm landsbyggðin setur strik í reikinginn Sigurður segir það víst að landsbyggðin sé ofurviðkvæm fyrir stöðu sinni en þessi staða sé í hæsta máta óeðlileg. „Þegar langstærsta félagið innan LEB, með yfir 16 þúsund meðlimi sem er meira en helmingur félaga, eigi ekki mann í stjórn! Þetta gengur gegn allri hefð.“ Sigurður segir spurður það rétt að honum gremjist þetta. Hann telur ýmsa þætti ráða því að svo fór sem fór. „Í fyrsta lagi þá voru á fundinum eru 80 prósent konur – 20 prósent karlar. Og tvær konur í framboði. Það hefur kannski einhver áhrif.“ Og í öðru lagi er það hin mjög svo furðulega landsbyggðapólitík sem hér virðist ráða lögum og lofum í stóru sem smáu. „Þessi landsbyggðapólitík er mjög sterk og það kemur fram mjög víða. Það er alltaf þessi eilífðar togstreita; Landsbyggðin gegn Reykjavík og það endurspeglast inn í þetta Landsamband.“ Sigurður Ágúst segist hafa fengið póst frá Akureyri þar sem því var haldið fram að hlutur landsbyggðarinnar væri fyrir borð borin, en það sé einfaldlega ekki rétt. Yfirtakan virðist sitja í öldruðum Í þriðja lagi er það svo þetta sem nefnt var fyrst. Viku fyrir aðalfund FEB, þar sem rætt var og kemur fram í fundargerð LEB, hvernig aðalfundur FEB hafi farið fram. „Að það hefði stjórnmálaflokkur vaðið þarna inn og raðað inn sínu fólki. Við vorum ósátt við þetta og spurðum hvort þetta væri viðhorfið hjá Landsambandinu?“ Sigurður Ágúst og Helgi Pétursson formaður LEB hafa verið að reyna að bera klæði á vopnin en þetta hefur valdið verulegri ólgu innan raða félags Sigurðar Ágústs. „Með það hvernig Landsambandið var að blanda sér inn í félagsmál annarra félaga. Það getur ekki verið hlutverk Landsambandsins. Ég fékk því framgengt að ég fengi að vinna með formanni LEB og við reyndum að finna einhvern flöt á að þessu máli. Og að það yrði grafið og gleymt þannig að við gætum starfað áfram saman.“ Langstærsta aðildarfélagið í LEB Sigurður Ágúst bendir enn á fundargerð þar sem stjórn LEB dregur í land en þó ekki nógu kröftuglega að hans mati. Honum finnst það gert með hangandi hendi og semingi. Sigurður leggur á það ríka áherslu að þetta snúist ekki um persónur og leikendur, það skipti engu máli hvort formaðurinn heiti Sigurður Ágúst eða Jón Jónsson. „Þetta snýst um fulltrúa og hefðina,“ segir Sigurður Ágúst. Átökin sem sagt bara harðna og þróunin hefur orðið sú að landsbyggðin telji mikilvægara að vera með fulltrúa í stjórn Landsambandsins í staðinn fyrir að þar sé formaður stærsta félagsins. „Þá verða þau bara að taka við þessu Landsambandi,“ segir Sigurður Ágúst. Hann bendir á að af aðildargjöldum sem LEB tekur til sín, alls 26 milljónir króna árlega, þá komi 12,6 milljónir frá FEB. Hann metur það svo að árlega sé FEB að leggja til LEB í kringum 15 milljónir, lang mest allra aðildarfélaga. Það sjái hver maður að svona geti þetta ekki gengið. Helgi Pétursson formaður LEB. Víst er að honum er nokkur vandi á höndum, með argan formann langstærsta aðildarfélagsins á kantinum sem veltir fyrir sér úrsögn.vísir/arnar „Er þeim ekki betur varið í að berjast fyrir einhverju sem meiru máli skiptir en dinglast inni í Landsambandi?“ spyr Sigurður Ágúst en fylgir því ekki frekar eftir; hvort FEB sé á leið út úr LEB. Það væri mikið högg fyrir eldri borgara. Íhugar næstu skref Sigurður Ágúst segir að víða sé mikilvæg starfsemi í gangi, til að mynda á Akureyri sé gott starf unnið og mikilvægt að þeir fái sína rödd. „En á sama tíma og það er verið að gagnrýna nýja stjórn í FEB fyrir að hafa blandað pólitík inn í val á fulltrúum er Landsambandið að opinbera sig í því að það er bullandi pólitík, landsbyggðapóltík eða byggðapólitík. En ef formaður stærsta félagsins fær ekki einu sinni að sitja við borðið, hvað er hann þá að gera þar?“ Ertu argur vegna þessa? „Jájá,“ viðurkennir Sigurður Árni fúslega. „En fyrst og fremst fyrir hönd félagsins. Ekki mína. Ekki persónulega.“ Hann segist hafa átt mörg samtöl við Helga Pétursson um stefnu, hvernig beita megi sér sem best og á sem öflugastan hátt, til að afla öldruðum betra lífs. Og þar sé af nógu að taka. „Því er dapurt að fá þetta framan í sig. FEB hefur lagt gríðarlega mikið að mörkum í kjaramálum og annað slíkt, við erum með leigufélag, sem gengur út á að byggja íbúðir og bjóða þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu aðgang,“ segir Sigurður Ágúst og nefnir að þar sé miðað við þak, að einstaklingar megi ekki hafa hærri árstekjur en tæplega 9 milljónir á ári. „Við erum eina félagið sem stöndum í þessu, við rekum ferðaskrifstofu. Við erum mjög öflugt félag samanborið við hin félögin, í sumum tilfellum er þetta svart og hvítt. Það að upplifa þetta, já ég vil orða það þannig að þetta sé blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.“ Félagasamtök Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Þau sögulegu tíðindi urðu á landsfundi Landssambands eldri borgara sem haldinn var á Hótel Nordica í vikunni dag að Sigurði Ágústi Sigurðssyni formanni FEB var hafnað í stjórn LEB. Söguleg hefð er fyrir því að fulltrúi félagsins í Reykjavík eigi fulltrúa í stjórn LEB, en uppstillingarnefnd klofnaði fyrir landsfundinn. Fram komu þrjú framboð um tvö sæti. Sigurður Ágúst hlaut einungis 56 atkvæði, en Sigrún Camilla Halldórsdóttir Ísafirði hlaut 128 atkvæði og Þóra Hjaltadóttir Akureyri 100 og taka því sæti sem aðalmenn í stjórn. Gekk af fundi í mótmælaskini Sigurður neitaði að taka sæti í varastjórn og gekk af fundi í mótmælaskini. Ýmsar getugátur eru uppi um hvers vegna gengið var gegn hefð að formaður FEB tæki sæti í stjórn eins og þær að þar hafi speglaðist andstaða eldri borgara á landsvísu við yfirtöku félagsins í Reykjavík í vor, þegar „Valhallklíka eldri borgara innan Sjálfstæðisflokksins yfirtók félagið,“ eins og heimildarmaður Vísis orðar það. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á félagið í Reykjavík og svo Landssambandið sem gæti þurft að bíta úr nálinni með þetta. Sigurður Ágúst Sigurðsson veltir því nú fyrir sér hvort þeim fjármunum sem FEB lætur af hendi rakna til LEB sé ekki betur varið í þarfari hluti en að velta þeim þangað, þar sem þau hafa ekkert um mál að segja.vísir/vilhelm „Já, það er afar sérstakt að stærsta félag innan LEB skuli ekki hafa fulltrúa í stjórn. En svo er að sjá og heyra að landsbyggðin telji hlut sinn fyrir borð borinn með því að formaður FEB fari inn í stjórn LEB,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann gefur ekki mikið fyrir það. Ofurviðkvæm landsbyggðin setur strik í reikinginn Sigurður segir það víst að landsbyggðin sé ofurviðkvæm fyrir stöðu sinni en þessi staða sé í hæsta máta óeðlileg. „Þegar langstærsta félagið innan LEB, með yfir 16 þúsund meðlimi sem er meira en helmingur félaga, eigi ekki mann í stjórn! Þetta gengur gegn allri hefð.“ Sigurður segir spurður það rétt að honum gremjist þetta. Hann telur ýmsa þætti ráða því að svo fór sem fór. „Í fyrsta lagi þá voru á fundinum eru 80 prósent konur – 20 prósent karlar. Og tvær konur í framboði. Það hefur kannski einhver áhrif.“ Og í öðru lagi er það hin mjög svo furðulega landsbyggðapólitík sem hér virðist ráða lögum og lofum í stóru sem smáu. „Þessi landsbyggðapólitík er mjög sterk og það kemur fram mjög víða. Það er alltaf þessi eilífðar togstreita; Landsbyggðin gegn Reykjavík og það endurspeglast inn í þetta Landsamband.“ Sigurður Ágúst segist hafa fengið póst frá Akureyri þar sem því var haldið fram að hlutur landsbyggðarinnar væri fyrir borð borin, en það sé einfaldlega ekki rétt. Yfirtakan virðist sitja í öldruðum Í þriðja lagi er það svo þetta sem nefnt var fyrst. Viku fyrir aðalfund FEB, þar sem rætt var og kemur fram í fundargerð LEB, hvernig aðalfundur FEB hafi farið fram. „Að það hefði stjórnmálaflokkur vaðið þarna inn og raðað inn sínu fólki. Við vorum ósátt við þetta og spurðum hvort þetta væri viðhorfið hjá Landsambandinu?“ Sigurður Ágúst og Helgi Pétursson formaður LEB hafa verið að reyna að bera klæði á vopnin en þetta hefur valdið verulegri ólgu innan raða félags Sigurðar Ágústs. „Með það hvernig Landsambandið var að blanda sér inn í félagsmál annarra félaga. Það getur ekki verið hlutverk Landsambandsins. Ég fékk því framgengt að ég fengi að vinna með formanni LEB og við reyndum að finna einhvern flöt á að þessu máli. Og að það yrði grafið og gleymt þannig að við gætum starfað áfram saman.“ Langstærsta aðildarfélagið í LEB Sigurður Ágúst bendir enn á fundargerð þar sem stjórn LEB dregur í land en þó ekki nógu kröftuglega að hans mati. Honum finnst það gert með hangandi hendi og semingi. Sigurður leggur á það ríka áherslu að þetta snúist ekki um persónur og leikendur, það skipti engu máli hvort formaðurinn heiti Sigurður Ágúst eða Jón Jónsson. „Þetta snýst um fulltrúa og hefðina,“ segir Sigurður Ágúst. Átökin sem sagt bara harðna og þróunin hefur orðið sú að landsbyggðin telji mikilvægara að vera með fulltrúa í stjórn Landsambandsins í staðinn fyrir að þar sé formaður stærsta félagsins. „Þá verða þau bara að taka við þessu Landsambandi,“ segir Sigurður Ágúst. Hann bendir á að af aðildargjöldum sem LEB tekur til sín, alls 26 milljónir króna árlega, þá komi 12,6 milljónir frá FEB. Hann metur það svo að árlega sé FEB að leggja til LEB í kringum 15 milljónir, lang mest allra aðildarfélaga. Það sjái hver maður að svona geti þetta ekki gengið. Helgi Pétursson formaður LEB. Víst er að honum er nokkur vandi á höndum, með argan formann langstærsta aðildarfélagsins á kantinum sem veltir fyrir sér úrsögn.vísir/arnar „Er þeim ekki betur varið í að berjast fyrir einhverju sem meiru máli skiptir en dinglast inni í Landsambandi?“ spyr Sigurður Ágúst en fylgir því ekki frekar eftir; hvort FEB sé á leið út úr LEB. Það væri mikið högg fyrir eldri borgara. Íhugar næstu skref Sigurður Ágúst segir að víða sé mikilvæg starfsemi í gangi, til að mynda á Akureyri sé gott starf unnið og mikilvægt að þeir fái sína rödd. „En á sama tíma og það er verið að gagnrýna nýja stjórn í FEB fyrir að hafa blandað pólitík inn í val á fulltrúum er Landsambandið að opinbera sig í því að það er bullandi pólitík, landsbyggðapóltík eða byggðapólitík. En ef formaður stærsta félagsins fær ekki einu sinni að sitja við borðið, hvað er hann þá að gera þar?“ Ertu argur vegna þessa? „Jájá,“ viðurkennir Sigurður Árni fúslega. „En fyrst og fremst fyrir hönd félagsins. Ekki mína. Ekki persónulega.“ Hann segist hafa átt mörg samtöl við Helga Pétursson um stefnu, hvernig beita megi sér sem best og á sem öflugastan hátt, til að afla öldruðum betra lífs. Og þar sé af nógu að taka. „Því er dapurt að fá þetta framan í sig. FEB hefur lagt gríðarlega mikið að mörkum í kjaramálum og annað slíkt, við erum með leigufélag, sem gengur út á að byggja íbúðir og bjóða þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu aðgang,“ segir Sigurður Ágúst og nefnir að þar sé miðað við þak, að einstaklingar megi ekki hafa hærri árstekjur en tæplega 9 milljónir á ári. „Við erum eina félagið sem stöndum í þessu, við rekum ferðaskrifstofu. Við erum mjög öflugt félag samanborið við hin félögin, í sumum tilfellum er þetta svart og hvítt. Það að upplifa þetta, já ég vil orða það þannig að þetta sé blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.“
Félagasamtök Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira