Hugsjónir og fræðimennska – einstakt veganesti Baldurs í embætti forseta Íslands Rannveig Traustadóttir skrifar 16. maí 2024 08:00 Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar