Hugsjónir og fræðimennska – einstakt veganesti Baldurs í embætti forseta Íslands Rannveig Traustadóttir skrifar 16. maí 2024 08:00 Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur. Ég þekki Baldur vel. Hann hefur verið samstarfsmaður minn innan Háskóla Íslands og við höfum um verið baráttufélagar fyrir mannréttindum um langt árabil. Baldur er hugsjónamaður og hefur af eldmóði lagt mikilvæg lóð á vogarskálir jafnréttis hér á landi. Hans atorka á því sviði er ómetanleg og er einstakt veganesti í embætti forseta Íslands. Ég þekki líka fræðimanninn Baldur, sem slíkur hefur hann sérhæft sig í að rannsaka og greina stöðu og hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi. Baldur hefur verið leiðandi á því sviði á heimsvísu og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir þau störf. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur Baldur jafnframt fylgst með stjórnmálum hér heima og erlendis um áratuga skeið. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu við að greina og meta ólíkar aðstæður og atburði á sviði stjórnmála og stórnsýslu. Fræðilegur bakgrunnur Baldurs er því einstakur sem veganesti í embætti forseta Íslands. Baldur sameinar það að vera hugsjónamaður og fræðimaður, auk þess að vera hlý, góð og heilsteypt manneskja. Þetta er einstök blanda sem mun nýtast vel í embætti forseta Íslands. Þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er félagsvísindakona og prófessor emerita.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar