Mikill meirihluti hlynntur dánaraðstoð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:40 Mikill meirihluti vill að læknum verði heimilað að aðstoða fólk við að binda enda á jarðvist þess. Getty/tofumax Um 77 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent eru andvíg. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50