Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2024 19:47 Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra getur lögreglan fylgst með fólki án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Píratar segja ekki hægt að leyfa það án ítarlegs ytra eftirlits. Getty Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira