Lausnin út í mýri? Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 15. maí 2024 12:31 Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun