Nýir fatasöfnunargámar á leið til landsins Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 08:57 Gámarnir breyta um útlit þegar Sorpa tekur við verkefninu. Samsett Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri. Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri.
Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45
Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32