Nýsköpun er svarið Nótt Thorberg skrifar 15. maí 2024 09:15 Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Umbreytingin sem er nauðsynleg kallar á að við endurskoðum og endurmetum sérstaklega með það fyrir augum að breyta. Fremur en að bregðast bara við þurfum við vera djörf, taka áhættu og endurhugsa hvernig við gerum hlutina. Þannig hugsun gefur sköpunarkraftinum lausan tauminn. Á þeim grunni skapast frjór jarðvegur fyrir nýsköpun og loftslagsmálin verða ekki leyst án nýsköpunar. Það er einmitt á þeim grunni sem fjölmörg fyrirtæki hérlendis hafa ákveðið að nálgast loftslagsmálin. Nýsköpun á sviði loftslagsmála hérlendis er þannig fjölbreytt. Allt frá því að finna nýjar leiðir til að nýta betur núverandi auðlindir svo minnka megi kolefnisspor, yfir í að innleiða orkuskipti og þróa brautryðjendalausnir á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis svo dæmi séu tekin. Nýsköpun felst ekki eingöngu í tæknilausnum heldur ekki síður í nýjum áhrifaríkum loftslagsvænni aðferðum. Ísland er þannig orðin að gjöfulli uppsprettu hugvits og grænna lausna sem aðrar þjóðir horfa til. Þessi ferska hugsun og nálgun vekur eftirtekt. Það er mikilvægt að við miðlum og deilum okkar reynslu því það leysir enginn loftslagsmálin einn. Loftslagsmál eru hópíþrótt. Það er því ekki að undra að Nýsköpunarvikan, sem fagnar fimm ár afmæli í ár, laði til sín breiðan hóp fyrirtækja, frumkvöðla, fjárfesta, stofnana og samstarfsaðila. Enda er loftslagsráðstefnan Ok, bye, hluti af nýsköpunarviku. Grænvangur styður þennan vettvang nýsköpunar og mun, ásamt fjölmörgum fyrirtækjum í baklandi Grænvangs, taka þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar. Við hlökkum til að eiga við ykkur samtal og samstarf um grænar lausnir framtíðar. Sjáumst á nýsköpunarvikunni! Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar