„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:29 Pétur var stúrinn á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira
Lokatölur í Smáranum urðu 112-63 þar sem Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik. „Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“. Það er svona aðeins meira „fire power“ í þeirra liði heldur en okkar. En við lögðum okkur fram í þetta og náðum þessu í fimm leiki. Ef besti maðurinn hjá þeim hefði meiðst en ekki hjá okkur þá hefðum við unnið þetta auðveldlega 3-0. Þetta hefði aldrei farið í fimm leiki. Bara karakter hjá okkur en gangi þeim að sjálfsögðu vel í þeirra baráttu.“ Meiðsli eru auðvitað hluti af leiknum og eitthvað sem enginn getur stjórnað en Pétur var alveg klár á því hvernig einvígið hefði þróast ef Remy Martin hefði ekki meiðst. „Ég veit alveg hvað hefði gerst, við hefðum unnið þetta 3-0.“ Pétur tók tvö leikhlé í upphafi seinni hálfleiks en þau breyttu nákvæmlega engu um gang leiksins. Mögulega mun hann hreinlega ekki taka fleiri leikhlé eftir þetta. „Það er alltaf verið að gagnrýna mig fyrir að taka ekki leikhlé en svo þegar ég tek leikhlé þá skíttöpum við þannig að það er kannski ástæðan fyrir því að ég tek ekki leikhlé.“ Pétur sagði í viðtali eftir síðasta leik að náttúruöflin væru með Grindavík í liði og viðurkenndi að hann hefði komist óheppilega að orði þar. „Varðandi þetta sem ég sagði um náttúruöflin í síðasta viðtali, þá ætlaði ég ekki að segja náttúruöflin, kannski frekar æðri máttarvöld. En þetta skiptir ekki neinu máli. Ef þetta fékk útlendinga hjá þeim til að hitta rosalega vel af því að ég sagði þetta þá er það bara geggjað fyrir þá. Ef þeir eru með Grindavíkurhjarta þá er það bara geggjað.“ Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í ár en markmiðið var að landa báðum titlum. „Okkar markmið er að gera tvo hluti. Við náðum að gera einn en náðum ekki að gera hinn hlutinn og það er eiginlega ekki alveg nógu gott.“ Pétur endaði þetta viðtal á léttu nótunum eins og honum einum er lagið. „Ég er búinn að girða mig vel, ég verð ekkert rekinn. Ég tek þá bara strákana mína með. Þeir verða þá bara að laga til í herberginu hjá sér ef ég verð rekinn. Þeir fá ekkert að vera í Keflavík þá.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Sjá meira