„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:08 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, mætti til leiks í kvöld nýklipptur og sætur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira