Ég Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð til Alþingis með Vinstri grænum Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 14. maí 2024 18:01 Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég, Gísli Hvanndal Jakobsson ætla í framboð með vinstri grænum til Alþingis. Og í því framboði þá ætla ég að fá fréttamann morgunblaðsins heim til mín og baka köku með rjóma og jarðarberjum, strá súkkulaði yfir og vera í svuntu sem stendur á „Ég er alvöru pabbi.“ Ég bið ljósmyndarann um að taka fullt af myndum af mér og læt rjóma á nefið á mér og segi „Úps!“ og fer svo að skellihlæja. Með honum er blaðamaður frá morgunblaðinu þar sem ég segi honum að ég sé bara venjulegur heimilisfaðir sem vill hjálpa fólki og vera til gagns fyrir þjóðina og leysa vandamál sem þarf nauðsynlega að leysa. Þetta sé orðið hræðilegt ástand í þjóðfélaginu. Ég vill sérstaklega hjálpa öryrkjum og öldruðum að fá bætt kjör og laga heilbrigðiskerfið sem er komið á hliðina. Ég segi honum að ef ég næ að komast inn á þing þá mun ég og minn flokkur laga þetta sem fyrst. Èg segi: „Eins og við höfum sagt í kosningabaráttunni að þá ætlum við að bæta kjör aldraðra og öryrkja strax og fara svo beint í heilbrigðiskerfið.“ Börnin og konan mín koma heim og ég hleyp og tek upp son minn og segi „Hvað segirðu krúttið mitt, hver er bestur í öllum heiminum?“ Blaðamaðurinn tekur mynd af mér með son minn og svo með konunni minni þegar ég gef henni stóran koss og tek utan um hana. Blaðamaðurinn skrifar stóra fallega grein með mér með rjóma á nefinu, soninn í fanginu og ég með konuna mína í fanginu. Hann skrifar hvað ég sé góður pabbi og skipti húsverkum með konunni minni. Hann segir einnig frá þegar ég sagði honum söguna þegar afi datt ofan í Dettifoss og lést samstundis. En afi var alltaf að missa jafnvægið út af slæmri mjöð. Hann fór alltof nálægt brúninni, missti jafnvægið og datt ofan í Dettifoss. Þetta tók mjög á alla fjölskylduna, sérstaklega ömmu Ástu sem lést þrem mánuðum seinna úr hjartaáfalli. Fjölskyldan segir að hún hafi dáið úr sorg. Ég var í mörg ár að vinna úr áfallinu og kveiki á kerti og segi „þetta er fyrir afa og ömmu.“ Èg kveiki á kerti fyrir þau í hverri viku. Blaðagreinin er mjög falleg og um leið átakanleg. Mikið er Gísli búin að fara í gegnum mikið en kom samt svona vel út úr lífinu segir fólk. Greinin slær í gegn og myndin af mér með rjóma á nefinu fer út um allt á Facebook og Twitter. Svona mann viljum við á alþingi segir fólk. Og viti menn! Ég kemst inn á þing og er orðinn alþingismaður. Ég kaupi mér nýjan bíl og fæ auka kreditkort frá bankanum fyrir konuna mína og lífið er frábært. Ég meira að segja get sleppt því að mæta stundum í vinnuna. Fjórum árum seinna er heilbrigðiskerfið verr statt en fyrir fjórum árum og kjör öryrkja og aldraðra hefur ekkert breyst. Ég ætla að bjóða mig aftur fram og núna fæ ég blaðamann frá Dv.is heim til mín. Nema núna eru teknar myndir af mér hjólandi með börnunum mínum og það er svo gaman og við öll flissandi. Blaðamaður Dv.is spyr mig „Hvað verður lagt áherslu á ef vinstri grænir fá nógu mikið af atkvæðum og þú heldur áfram á Alþingi.“ Ég segi náttúrulega að heilbrigðiskerfið sé algjörlega á hliðinni og það sé óásættanlegt fyrir land og þjóð. Einnig að staðan hjá öldruðum og öryrkjum sé hræðileg og verði fyrsta verkefni okkar að betrumbæta og einfaldlega laga. Síðan segi ég honum að mamma dó í haust úr krabbameini og besti vinur minn fékk hjartaáfall aðeins 38 ára gamall og skilur eftir sig konu og tvö börn. Èg segi honum að þetta hafa verið mjög erfiðir tímar en ég hef breytt bak og fjölskyldu sem styður mig. Og svo segi ég.... Nei, að sjálfsögðu ætla ég Gísli Hvanndal ekki að reyna að komast á þing. Ég er bara að benda á nokkuð sem gerist á fjögurra ára fresti. Það er gott að hafa það að leiðarljósi þegar maður kýs fólk í Alþingiskosningum. P.s. Afi minn datt ekki ofan í Dettifoss. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun