Lyf og dáleiðsla Hannes Björnsson skrifar 13. maí 2024 14:00 Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það eru válegar fréttir af lyfjaónæmi og ofnotkun ýmissa lyfja. Lyf geta gerbreytt hlutum til hins betra en þau geta þau einnig haft ýmsa vankanta og jafnvel valdið meiri vanda en þau leysa þegar litið er til framtíðar. Gott dæmi um það er ópíóðafaraldurinn sem hefur tekið mörg líf og eyðilagt enn fleiri. Því getur verið gott að horfa jafnframt til annarra leiða sem ekki hafa sömu vankanta og þá sem geta fylgt langvarandi lyfjanotkun. Fyrir tveimur árum síðan tók ég að mér formennsku í félagi sem heitir Dáleiðslufélag Íslands. Dáleiðsla sem hluti af meðferð hefur sýnt sig geta bætt árangur meðferðar. Hún getur meðal annars oft komið í stað lyfja og / eða dregið úr óþægindum sem fylgja lyfjanotkun oft á tíðum, til dæmis er hægt að hafa mikil áhrif á sársauka með dáleiðslu. Dáleiðslufélag Íslands er félag háskólagenginna heilbrigðisstarfsmanna sem byggir á arfleifð Jakobs Jónassonar geðlæknis sem bar þessi fræði inn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálft félagið var stofnað 2001 og fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir. Félagið er aðili að Evrópusamtökum og alþjóðasamtökum háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og ber ekki að rugla því saman við dáleiðslufélög leikmanna sem starfa utan við eftirlit landlæknisembættisins. Nánar má lesa um félagið á heimasíðu þess dfi.is. Félagið átti hagsældarár en hefur hnignað undanfarið samhliða því að virkustu aðilar þess hafa farið á eftirlaun og endurnýjun verið hæg. Það hefur því verið nokkur brekka að koma félaginu á kortið á ný á meðal fagfólks. Það virðist gæta nokkurra fordóma í garð þessarar tækni sem í versta falli er meinlaus en virðist oft á tíðum geta breytt mjög miklu til hins betra án þess að hafa skaðlegar aukaverkanir fyrir einstaklinga og samfélög. Ef til vill væri gott fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum að hafa ávallt í huga að manneskjan er ekki bara hylki utan um ýmis efnaskipti heldur eru ýmsir kraftar að verki í henni sem geta haft mikil áhrif á velgengni hennar eða volæði. Meira að segja hörðustu atferlisfræðingar átta sig á því að er umhverfi í manneskjunni, jafnt sem utan hennar, og það er mikils virði að huga að því samhliða öðru. Þar henta aðferðir dáleiðslu einstaklega vel. Höfundur er formaður Dáleiðslufélags Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun