Fyrsta skiptið í úrslitakeppninni eftir „Guð blessi Ísland“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 12:30 Það verður örugglega mikil spenna og mikið stuð á pöllunum þegar oddaleikirnir fara fram. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar tryggðu sér í gær oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Það þýðir að við fáum oddaleik í báðum undanúrslitaeinvígunum í ár. Nágrannar þeirra í Njarðvík höfðu kvöldið áður tryggt sér oddaleik á móti deildarmeisturum Vals. Báðir oddaleikirnir fara fram á þriðjudagskvöldið. Það er óhætt að segja að það sé ekki árlegur viðburður að fá hreinan úrslitaleik í báðum einvígum. Þetta er nefnilega í fyrsta skiptið í sautján ár sem að það verða tveir oddaleikir um það að fá að spila um Íslandsmeistaratitilinn það vorið. Við þurfum því að fara aftur fyrir „Guð blessi Ísland“ og bankahrunið til að finna síðustu úrslitakeppni karla þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í hreinum úrslitaleik. Vorið 2007 fóru oddaleikir fram í undanúrslitum í Ljónagryfjunni í Njarðvík og í DHL-höllinni í Vesturbænum. Njarðvík vann þá 83-70 sigur á Grindavík á heimavelli sínum og KR vann 76-74 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Frostaskjólinu. Brynjar Þór Björnsson kom þá leiknum í framlengingu með eftirminnilegri þriggja stiga körfu og Darri Hilmarsson skoraði síðan sigurkörfuna í framlengingunni. Það hefur þurft að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum frá og með árinu 1995 og þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem bæði einvígin enda í leik fimm. Hitt skiptið var vorið 2000 þegar KR og Grindavík komust bæði í úrslitaeinvígið með því að vinna oddaleik á útivelli, KR-ingar í Ljónagryfjunni en Grindvíkingar í Strandgötu í Hafnarfirði. Fyrir 1995, þegar það þurfti bara að vinna tvo leiki til að komast í úrslitin, þá gerðist það þrisvar sinnum að bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik eða 1988, 1992 og 1994. Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Valur UMF Grindavík Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Nágrannar þeirra í Njarðvík höfðu kvöldið áður tryggt sér oddaleik á móti deildarmeisturum Vals. Báðir oddaleikirnir fara fram á þriðjudagskvöldið. Það er óhætt að segja að það sé ekki árlegur viðburður að fá hreinan úrslitaleik í báðum einvígum. Þetta er nefnilega í fyrsta skiptið í sautján ár sem að það verða tveir oddaleikir um það að fá að spila um Íslandsmeistaratitilinn það vorið. Við þurfum því að fara aftur fyrir „Guð blessi Ísland“ og bankahrunið til að finna síðustu úrslitakeppni karla þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í hreinum úrslitaleik. Vorið 2007 fóru oddaleikir fram í undanúrslitum í Ljónagryfjunni í Njarðvík og í DHL-höllinni í Vesturbænum. Njarðvík vann þá 83-70 sigur á Grindavík á heimavelli sínum og KR vann 76-74 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Frostaskjólinu. Brynjar Þór Björnsson kom þá leiknum í framlengingu með eftirminnilegri þriggja stiga körfu og Darri Hilmarsson skoraði síðan sigurkörfuna í framlengingunni. Það hefur þurft að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum frá og með árinu 1995 og þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem bæði einvígin enda í leik fimm. Hitt skiptið var vorið 2000 þegar KR og Grindavík komust bæði í úrslitaeinvígið með því að vinna oddaleik á útivelli, KR-ingar í Ljónagryfjunni en Grindvíkingar í Strandgötu í Hafnarfirði. Fyrir 1995, þegar það þurfti bara að vinna tvo leiki til að komast í úrslitin, þá gerðist það þrisvar sinnum að bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik eða 1988, 1992 og 1994. Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar
Úrslitakeppnir þar sem bæði undanúrslitaeinvígin enduðu í oddaleik - - Þegar þarf að vinna þrjá leiki - 2024 Valur 2-2 Njarðvík (Fimmti leikur annað kvöld) Grindavík 2-2 Keflavík (Fimmti leikur annað kvöld) 2007 Njarðvík 3-2 Grindavík KR 3-2 Snæfell 2000 Njarðvík 2-3 KR Haukar 2-3 Grindavík - - Þegar þarf að vinna tvo leiki - 1994 Keflavík 1-2 Njarðvík Grindavík 2-1 ÍA 1992 Njarðvík 1-2 Valur Keflavík 2-1 KR 1988 Njarðvík 2-1 Valur Keflavík 1-2 Haukar
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Valur UMF Grindavík Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira