Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 08:12 Davies hefur unnið að því að vekja athygli á sýklalyfjaónæmi í um áratug en guðdóttir hennar lést af völdum ónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Getty/Pacific Press/LIghtRocket/Albin Lohr-Jones Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira