Látum frambjóðendur njóta sannmælis Vésteinn Ólason skrifar 13. maí 2024 09:31 Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun