„Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:41 Jóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson sagði sína menn hafa spilað hræðilega í þrjátíu mínútur í tapinu gegn Keflavík í kvöld. Hann svaraði fyrir gagnrýni á DeAndre Kane og sagðist vera orðinn þreyttur á umtalinu um sinn mann. „Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
„Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira