Valrétturinn í nýliðavalinu er ákvarðaður út frá ákveðnum líkum þar sem möguleikar liða hækka eftir því sem þau enda neðar í deildinni. Það er þó ekkert gefið í þessari tölfræði eins og sést á því hvernig efstu fjögur liðin röðuðust upp þetta árið. Af fyrstu fjóru liðunum sem fá að velja var aðeins Washington Wizards sem var með tölfræðilíkurnar með sér.
The results for the Top 4 picks in the 2024 #NBADraftLottery presented by State Farm:
— NBA (@NBA) May 12, 2024
1. Hawks
2. Wizards
3. Rockets
4. Spurs pic.twitter.com/qemnlNzzZI
Detroit Pistons, sem enduðu neðstir í deildinni í ár með 14 sigra og settu met yfir flesta tapaða leiki í röð á einu tímabili eða 28, fá aðeins fimmta valrétt þetta árið.
The results are in for picks 5-14 in the 2024 #NBADraftLottery presented by State Farm:
— NBA (@NBA) May 12, 2024
5. Pistons
6. Hornets
7. Trail Blazers
8. Spurs
9. Grizzlies
10. Jazz
11. Bulls
12. Thunder
13. Kings
14. Trail Blazers
Flestir spekingar hafa spáð því að annað árið í röð verði franskur leikmaður valinn fyrstur, miðherjinn Alex Sarr. Hann er líkt og Victor Wembanyama gríðarlega hávaxinn en þó um átta cm lægri, eða 216 cm meðan Wembanyama er 224 cm.