Samfélagið í áfalli vegna málsins Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 12. maí 2024 19:09 Frá Reykholti. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að málið hafi komið upp í lok apríl. Lögreglan heldur spilunum þétt að sér í málinu en greinir frá því að sá sem varð fyrir árásinni sé af erlendum uppruna, hafi verið hér á landi í langan tíma en allir grunaðir í málinu eru Íslendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu komst lögregla á snoðir um málið eftir að brotaþoli hafði ekki mætt til vinnu í tvo daga og vinnuveitandi hans hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara við rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði svara í dag. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar, að samfélagið sé í áfalli. Hún vonist til að rannsókn lögreglu gangi hratt og vel fyrir sig. Tengist fjölskylduböndum Ríkisútvarpið greinir sömuleiðis frá því að að hin grunuðu tengist fjölskylduböndum. Tvö þeirra séu á þrítugsaldri, sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti ekki orðinn tvítugur. Brotaþoli hafi leigt bílskúrsíbúð af einum gerandanum sem átti húsið þar sem brotið var á honum. Gerendur hafi haldið honum í kjallara hússins, haft af honum pening og gengið ítrekað í skrokk á honum. Eftir nokkurra daga frelsissviptingu hafi þau keyrt með manninn upp á Keflavíkurflugvöll og sent hann úr landi, mjög illa farinn, eins og það er orðað í frétt RÚV. Ekki liggi fyrir hvert hann hafi verið sendur.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12. maí 2024 10:02