Góður málsvari íslenskrar menningar Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2024 18:01 Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar