Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 10:18 Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem hjálpar honum með næstu skref í atvinnumennskunni. Vísir/Samsett mynd Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni. Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira
Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni.
Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01
Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00