Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 13:31 Agnes Björg sálfræðingur að flytja erindi á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira