Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2024 00:01 Töluverður viðbúnaður lögreglu var við Héraðsdóm Reykjaness í Hafnarfirði vegna mótmælanna. Vísir Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent