MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 15:43 Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira