Fimm ástæður fyrir því að Ísland á að taka á móti fólki á flótta Þórhallur Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 12:00 1. Fólk á flótta (og við öll) myndum félagsauð en félagsauður er hugtak sem nær yfir fjölbreytt safn hugmynda er felast í því að ákveðinn auð sé hægt að nálgast í gegnum félagsleg samskipti. Þessi auður er ekki áþreifanlegur og ekki mjög auðvelt að meta hann til fjár en hann nær yfir þá tengingu sem ríkir á milli einstaklinga eða hópa þjóðfélagsins óháð bakgrunn þeirra, viðhorf og samspil ólíkra hugmynda. Fólk sem hefur verið á flótta myndar t.d öðruvísi félagsauð en Íslendingar. Fólk á flótta upplifir oft mikið álag á meðan á flóttanum stendur og jafnvel áföll. Ferðalagið frá heimalandinu til þess ríkis sem viðkomandi sækir um alþjóðlega vernd í getur verið langt og erfitt. Að vera á flótta reynir á fólk líkamlega og tilfinningalega auk þess sem hætta er á að það verða fyrir nýjum áföllum á meðan flóttanum stendur. Fólk á flótta er tuttugu sinnum líklegar að verða fórnarlömb mansals, og tólf sinnum líklegrar að verða fyrir kynferðisofbeldi, en fólk sem er ekki á flótta. Þegar fólk á flótta loks nær í örugga höfn í móttökulandi eins og Íslandi og fær tilhlýðilega aðstoð er mjög líklegt að viðkomanda hafi myndað með sér ekki bara félagsauð heldur líka seiglu vegna þess sem það hefur upplifað í heimalandinu og á flóttanum. Fólk sem hefur upplifað sprengjuárásir á Gaza eða í Kherson gefst ekki auðveldlega upp. Samfélög með ríkan félagsauð vegnar betur á öllum sviðum, ekki bara félagslegum, heldur líka efnahagslegum og menningarlegum. Fyrir þá sem mæla allt út frá sjónarhóli hagfræðinnar þá er hagvöxtur í þeim ríkjum meiri og átök á milli ólíkra samfélagahópa mun minni. 2. Fólk á flótta getur ýtt undirog flýtt fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu á milli minni sveitarfélaga og skapað aðstæður fyrir sveitarfélögin til að laða að fólk með mikla sérfræðiþekkingu t.d. í stjórnsýslu eða félagsráðgjöf. Hér er átt við er að smærri sveitarfélög sem taka á móti fólki á flótta, geta þurft að sameinast um að veita þá sérfræðiaðstoð sem slíkur hópur þarfnast. Því flóknari sem lögboðin þjónusta sveitarfélaga verður, því meiri mannafla og ólíkari lausna krefst hún. Það er hefð fyrir því að minni sveitarfélögin hafi haft sín á milli ýmis samstarfsverkefni eða samið um útvistun verkefna til stærri sveitarfélaga í nágrenninu í þeim tilgangi að bæta gæði þjónustunnar og til að draga úr kostnaði. Hér er til dæmis tækifæri fyrir nágrannabyggðalög sem vilja taka á móti fólki á flótta að sameinast um stöðu málastjóra, að ráða menningarmiðlara og hefja samstarf við túlkaþjónustu, án þess að kostnaðurinn lendi alfarið á öðru sveitarfélaginu. 3. Fólki á flótta fylgja nýjar áskoranir, menningarlegar- félagslegar- og efnahagslegar sem slíkar ýta undir nýsköpun. Þær gefa okkur tækifæri til að endurskoða samskipti okkar og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum, ýta undir umbætur á sviði stjórnsýslu og geta styrkt eins og áður hefur komið fram stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi. Lög nr. 80/2016 um útlendinga hafa verið í brennidepli umræðu og jafnvel átaka og eru þau lög sem undirritaður á von á því að verði breytt með reglulegu millibili, næstu ár. En það þarf ekki að vera að lög um útlendinga verði íhaldsöm eða sverfi að réttindum eða getu fólks á flótta til að fá hér hæli. Þau geta líka auðvitað breyst í hina áttina. Að rýmkað verði fyrir og t.d ýtt undir fjölskyldusameiningu og undirbúningi hennar. Lengi vel var fjölskyldusameining frekar erfitt ferli fyrir það fagfólk sem stóð að því en ferlið hefur verið auðveldað til muna sem er auðvitað dæmi um að áskorun hafi verið mætt. Efnahagslegar afleiðingar þess að taka á móti fólki á flótta er því miður sú frekar óljúfa staðreynd að þessi hópur tekur að sér lálaunastörf sem erfitt er að manna. Hér er átt við grunnþjónustu er lítur að þrifum, aðstoð í eldhúsi, umönnun og umhirðu opinn svæða. Sá sem þetta skrifar skammast sín fyrir það að bjóða miðaldra doktor í bókmenntum starf aðstoðarmanns í bakaríi. 4.Fjölgun fólks á flótta á Íslandi ýtir undir það sem kallað er menningarlæsi og er geta einstaklings til að samsama sig við aðra, út frá útliti, tísku, arfleif, trúarbrögðum og þar fram eftir götunum. Ef við tökum flóttafólk frá Úkraínu sem dæmi þá er ekki svo mikill munur á þessum tveimur menningarheimum. Við lítum svipað út, hlustum mögulega á svipaða tónlist og klæðumst svipuðum fötum svo dæmi séu tekin. Ef við lítum undir yfirborðið er munurinn orðinn meiri. Hér má t.d. nefna mismunandi trúarbrögð og að löndin eru komin mislangt í jafnrétti kynjanna. Þannig er Ísland í 4. sæti á lista yfir þau lönd sem lengst hafa náð í jafnrétti kynjanna á meðan Úkraína vermir 74. Sæti. Að sama skapi getum við borið saman okkur og fólk á flótta frá Afganistan. Það ríkja ólík viðhorf, ólík trúarbrögð, ólíkur klæðnaður og konur frá Afganistan sem eru hér á landi, draga sig til baka í öllum samskiptum við opinbera starfsmenn og setji x í staðinn fyrir nafn sitt þar sem við á. Sá sem þetta skrifar á fimm afganskar “vinkonur” en það tók langar samningaviðræður við eiginmenn þeirra að brjóta þann ís. Þá hefur fjölgun fólks á flótta á Íslandi dregið fram fordóma sem ríkja í samfélaginu. Ef við skoðum samfélagsmiðlana þá er mikið um það að fólk sé að hallmæla innflytjendum og fólki á flótta. Þeim er kennt um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Fólk á flótta eru nauðgarar, morðingjar, afætur, vont fólk. Það er mjög gott fyrir fræðasamfélagið að þessi umræða hefur komið fram. Þegar ég var að hugsa um að rannsaka fordóma í garð innflytjenda fyrir tíu árum eða svo, þá var ég ekki vissum að verkefnið væri það mikilvægt. Fólkið sem var á móti útlendingum voru fáein gamalmenni sem hringdu inn á útvarp Sögu. Ég hafði rangt fyrir mér. Útlendingaandúð er kerfislæg og kerfisbundin á Íslandi. Andúðin er ekki bundin við eins og fræðin segja “atvinnulaust ómenntað fólk frá láglaunasvæðum” heldur eru fyrrum, þingmenn, dómarar, menntamenn, fjölmiðlamenn, byrjaðir að krefjast þess að Ísland verði aftur einsleitt. Og sneitt mannúð. 5. Fólk á flótta ýtir undir samfélagslega ábyrgð hjá bæjarfélögum jafnt og fyrirtækjum, t.d eru mörg fyrirtæki farin að vera með íslenskukennslu innifalda í vinnutímanum og sveitarfélög reyna að koma til móts við ólíkar þarfi starfsmanna. Trúarhátíðir eru valkvæðar. Allar kenningar um samfélagslega ábyrgð lúta að því að hún skili sér í betri verðmati vörumerkja, betri starfsanda, og betra samfélagi (þar sem það á við). Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
1. Fólk á flótta (og við öll) myndum félagsauð en félagsauður er hugtak sem nær yfir fjölbreytt safn hugmynda er felast í því að ákveðinn auð sé hægt að nálgast í gegnum félagsleg samskipti. Þessi auður er ekki áþreifanlegur og ekki mjög auðvelt að meta hann til fjár en hann nær yfir þá tengingu sem ríkir á milli einstaklinga eða hópa þjóðfélagsins óháð bakgrunn þeirra, viðhorf og samspil ólíkra hugmynda. Fólk sem hefur verið á flótta myndar t.d öðruvísi félagsauð en Íslendingar. Fólk á flótta upplifir oft mikið álag á meðan á flóttanum stendur og jafnvel áföll. Ferðalagið frá heimalandinu til þess ríkis sem viðkomandi sækir um alþjóðlega vernd í getur verið langt og erfitt. Að vera á flótta reynir á fólk líkamlega og tilfinningalega auk þess sem hætta er á að það verða fyrir nýjum áföllum á meðan flóttanum stendur. Fólk á flótta er tuttugu sinnum líklegar að verða fórnarlömb mansals, og tólf sinnum líklegrar að verða fyrir kynferðisofbeldi, en fólk sem er ekki á flótta. Þegar fólk á flótta loks nær í örugga höfn í móttökulandi eins og Íslandi og fær tilhlýðilega aðstoð er mjög líklegt að viðkomanda hafi myndað með sér ekki bara félagsauð heldur líka seiglu vegna þess sem það hefur upplifað í heimalandinu og á flóttanum. Fólk sem hefur upplifað sprengjuárásir á Gaza eða í Kherson gefst ekki auðveldlega upp. Samfélög með ríkan félagsauð vegnar betur á öllum sviðum, ekki bara félagslegum, heldur líka efnahagslegum og menningarlegum. Fyrir þá sem mæla allt út frá sjónarhóli hagfræðinnar þá er hagvöxtur í þeim ríkjum meiri og átök á milli ólíkra samfélagahópa mun minni. 2. Fólk á flótta getur ýtt undirog flýtt fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu á milli minni sveitarfélaga og skapað aðstæður fyrir sveitarfélögin til að laða að fólk með mikla sérfræðiþekkingu t.d. í stjórnsýslu eða félagsráðgjöf. Hér er átt við er að smærri sveitarfélög sem taka á móti fólki á flótta, geta þurft að sameinast um að veita þá sérfræðiaðstoð sem slíkur hópur þarfnast. Því flóknari sem lögboðin þjónusta sveitarfélaga verður, því meiri mannafla og ólíkari lausna krefst hún. Það er hefð fyrir því að minni sveitarfélögin hafi haft sín á milli ýmis samstarfsverkefni eða samið um útvistun verkefna til stærri sveitarfélaga í nágrenninu í þeim tilgangi að bæta gæði þjónustunnar og til að draga úr kostnaði. Hér er til dæmis tækifæri fyrir nágrannabyggðalög sem vilja taka á móti fólki á flótta að sameinast um stöðu málastjóra, að ráða menningarmiðlara og hefja samstarf við túlkaþjónustu, án þess að kostnaðurinn lendi alfarið á öðru sveitarfélaginu. 3. Fólki á flótta fylgja nýjar áskoranir, menningarlegar- félagslegar- og efnahagslegar sem slíkar ýta undir nýsköpun. Þær gefa okkur tækifæri til að endurskoða samskipti okkar og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum, ýta undir umbætur á sviði stjórnsýslu og geta styrkt eins og áður hefur komið fram stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi. Lög nr. 80/2016 um útlendinga hafa verið í brennidepli umræðu og jafnvel átaka og eru þau lög sem undirritaður á von á því að verði breytt með reglulegu millibili, næstu ár. En það þarf ekki að vera að lög um útlendinga verði íhaldsöm eða sverfi að réttindum eða getu fólks á flótta til að fá hér hæli. Þau geta líka auðvitað breyst í hina áttina. Að rýmkað verði fyrir og t.d ýtt undir fjölskyldusameiningu og undirbúningi hennar. Lengi vel var fjölskyldusameining frekar erfitt ferli fyrir það fagfólk sem stóð að því en ferlið hefur verið auðveldað til muna sem er auðvitað dæmi um að áskorun hafi verið mætt. Efnahagslegar afleiðingar þess að taka á móti fólki á flótta er því miður sú frekar óljúfa staðreynd að þessi hópur tekur að sér lálaunastörf sem erfitt er að manna. Hér er átt við grunnþjónustu er lítur að þrifum, aðstoð í eldhúsi, umönnun og umhirðu opinn svæða. Sá sem þetta skrifar skammast sín fyrir það að bjóða miðaldra doktor í bókmenntum starf aðstoðarmanns í bakaríi. 4.Fjölgun fólks á flótta á Íslandi ýtir undir það sem kallað er menningarlæsi og er geta einstaklings til að samsama sig við aðra, út frá útliti, tísku, arfleif, trúarbrögðum og þar fram eftir götunum. Ef við tökum flóttafólk frá Úkraínu sem dæmi þá er ekki svo mikill munur á þessum tveimur menningarheimum. Við lítum svipað út, hlustum mögulega á svipaða tónlist og klæðumst svipuðum fötum svo dæmi séu tekin. Ef við lítum undir yfirborðið er munurinn orðinn meiri. Hér má t.d. nefna mismunandi trúarbrögð og að löndin eru komin mislangt í jafnrétti kynjanna. Þannig er Ísland í 4. sæti á lista yfir þau lönd sem lengst hafa náð í jafnrétti kynjanna á meðan Úkraína vermir 74. Sæti. Að sama skapi getum við borið saman okkur og fólk á flótta frá Afganistan. Það ríkja ólík viðhorf, ólík trúarbrögð, ólíkur klæðnaður og konur frá Afganistan sem eru hér á landi, draga sig til baka í öllum samskiptum við opinbera starfsmenn og setji x í staðinn fyrir nafn sitt þar sem við á. Sá sem þetta skrifar á fimm afganskar “vinkonur” en það tók langar samningaviðræður við eiginmenn þeirra að brjóta þann ís. Þá hefur fjölgun fólks á flótta á Íslandi dregið fram fordóma sem ríkja í samfélaginu. Ef við skoðum samfélagsmiðlana þá er mikið um það að fólk sé að hallmæla innflytjendum og fólki á flótta. Þeim er kennt um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Fólk á flótta eru nauðgarar, morðingjar, afætur, vont fólk. Það er mjög gott fyrir fræðasamfélagið að þessi umræða hefur komið fram. Þegar ég var að hugsa um að rannsaka fordóma í garð innflytjenda fyrir tíu árum eða svo, þá var ég ekki vissum að verkefnið væri það mikilvægt. Fólkið sem var á móti útlendingum voru fáein gamalmenni sem hringdu inn á útvarp Sögu. Ég hafði rangt fyrir mér. Útlendingaandúð er kerfislæg og kerfisbundin á Íslandi. Andúðin er ekki bundin við eins og fræðin segja “atvinnulaust ómenntað fólk frá láglaunasvæðum” heldur eru fyrrum, þingmenn, dómarar, menntamenn, fjölmiðlamenn, byrjaðir að krefjast þess að Ísland verði aftur einsleitt. Og sneitt mannúð. 5. Fólk á flótta ýtir undir samfélagslega ábyrgð hjá bæjarfélögum jafnt og fyrirtækjum, t.d eru mörg fyrirtæki farin að vera með íslenskukennslu innifalda í vinnutímanum og sveitarfélög reyna að koma til móts við ólíkar þarfi starfsmanna. Trúarhátíðir eru valkvæðar. Allar kenningar um samfélagslega ábyrgð lúta að því að hún skili sér í betri verðmati vörumerkja, betri starfsanda, og betra samfélagi (þar sem það á við). Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun